Rafmagn er hættulegt

Einhverntíma sagði mér rafvirki að ekki þyrfti alltaf mikinn straum til að drepa mann. Vildi hann meina að hvert hjarta hefði sína "tíðni" og sú tíðni truflaðist með hjartastoppi við ákveðinn straum, sem þess vegna gæti verið tiltölulega lítill.

Flestir hafa fengið í sig 220 v straum, en dæmi eru um að menn hafi hnigið niður örendir eftir augnabliks stuð. Líkurnar á að það gerist eru hins vegar afskaplega litlar; ég reikna með að það sé einn á móti einhverjum þúsundum eða tugþúsundum.

fábjánarÞegar lögreglan lendir í líkamlegum átökum við glæpamenn, þá hefur hún yfirleitt ekki hugmynd hvaða vopnum þeir kunna að búa yfir. Við viljum ekki að lögreglumenn slasist og við viljum að glæpa og ofbeldismenn séu handsamaðir án "óþarfa" meiðsla.

Rafstuðsbyssu er sjálfsagt hægt að nota á rangan hátt, en mér sýnist það samt borðleggjandi að notkun hennar sé réttlætanleg í mörgum tilfellum. Ég held að það sé skárra fyrir krimmann að fá eitt stuð heldur en að vera laminn með kylfu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum..... fyrir utan óheppnu krimmana sem hafa vitlausa tíðni á hjartanu. Errm


mbl.is Lést eftir skot frá rafstuðbyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Mikið er ég sammála þér.Þó vil ég að þeir noti piparúða meyra.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 30.11.2010 kl. 17:07

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Piparúði stoppar ekki menn samstundis eins og rafbyssan gerir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.11.2010 kl. 17:13

3 identicon

Afsakaðu, straumur er mældur í amperum en ekki voltum. Það lifir enginn af 220 ampera straum :) Það er betra að hafa staðreyndirnar á hreinu :)

Halldóra Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 11:20

4 identicon

Hvaða speki er nú þetta?

Volt = spenna, Amper = styrkur og Wött eru volt x amper.

Þú getur fengið 200 amper þess vegna ef að spennan er nógu lág. Gamla rafsuðan mín gaf mest 115 amper á 24V og kitlaði mann aðeins, en inntakiðvar 16 ampera öryggi á 220 voltu, sem reyndar eru nær 240 en 220 (oft ca 235) ef allt er í lagi. Sama með 12 volta bílgeyma sem eru næt 14 en 12....

220 volt á 200 amperum myndu líkast til steindrepa mann, þar sem þar eru heil 44 KW að verki. 220 á 16 amperum geta það jafnvel líka, ef að jörðin er góð, og það er fj óþægilegt.

Rafmagnsgirðing gefur flott högg, og getur drepið mann með hjartagangráð, - kannski 8.000 volt og 2.5 milliamper, - það eru nú ekki nema 20 wött.....

Svo gleymast Herzin, en það er tíðnin, og sú sem er næst púlsinum er líklegust til að vera hættuleg svo best ég veit. "Kanarafmagnið" er talið hættulegra en okkar með sín 115 volt, ég hef heyrt að það sé bæði út af herzunum og því að þú finnur það minna.

Jón Logi (IP-tala skráð) 1.12.2010 kl. 12:35

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað kallarðu 220 voltin í innstungum?

Það er asskoti óþægilegt að fá þessi 220 volt í sig. Það er eins og fari um mann straumur....

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 12:49

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ok, takk fyrir svarið, Jón Logi. Við tölum sem sagt um 220 volta spennu á 16 amperum, ekki satt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 12:51

7 identicon

Jebb. 220 er reyndar ákv. lágmark, oftast er spennan aðeins hærri. Ef hún fellur niður í 190 til dæmis, þá byrja sum heimilistæki að gefa sig, mjög týpískt eru pressur í ísskápum. Ég mæli stundum á tjaldsvæðinu hérna (var tjaldvörður), þar er þetta oft um 235 volt, og þykir gott. 10 amper þar, þannig að það þurfti 2 KW hitara + brauðrist og flatskjá til að slá út ;)

220 volta spenna á 16 ampera styrk gefur sem sagt ca 3.5 KW, meiri þörf eða brúk ætti að slá út lekaliða. (Þetta gerist nú ekki alltaf svona hárnákvæmt).

Tek það fram að ég er ekki rafvirki, - en búskapurinn neyðir mann til að læra sitt af hverju að einhverju leyti, og svo var gamli minn jú rafvirki ;)

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 13:45

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta Jón Logi. Fróðlegt fyrir mig a.m.k.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband