Svona á að skipta í riðla:

Þeir sem hafa fylgst með Evróvision hafa tekið eftir hvernig nágrannalönd greiða gjarna atkvæði sín til hvors annars. Sumir telja þetta samsæri; "Ég kýs þig, þú kýst mig", en auðvitað er það ekki þannig. Það er eðlilegt að líkir menningarheimar finni samhljóm í tónlistinni.

En oft finnst manni samt ósanngjarnt þegar Austurblokkin kýs nánast ekkert út fyrir kassann. Það er einfalt að ráða bót á þessu.

Svona á riðlakeppnin að vera:

  1. Finnland
  2. Ísland
  3. Portúgal
  4. Danmörk
  5. Noregur
  6. Svíþjóð
  7. Belgía
  8. Ísrael
  9. Írland
  10. Holland
  11. Malta
  12. Grikkland
  13. Kýpur
  14. Tyrkland
  15. Pólland
  16. Sviss
  17. Noregur

-----------------------

  1. Serbía
  2. Rússland
  3. Króatía
  4. Bosnía & Herzegóvína
  5. Lettland
  6. Litháen
  7. Eistland
  8. Rúmenía
  9. Búlgaría
  10. Moldavía
  11. Makedónía
  12. Albanía
  13. Úkraína
  14. Aserbajan
  15. Armenía
  16. Georgía
  17. Hvíta-Rússland

 

 


mbl.is Ísland í fyrri riðlinum í Ósló
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ViceRoy

Við náum ekki einu sinni neðsta sætinu, svo neðarlega verðum við.

ViceRoy, 7.2.2010 kl. 22:40

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er ekkert að marka þessa atkvæða-greiðslu. Spilling Evrópu er ekkert leyndarmál. M.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.2.2010 kl. 22:58

3 identicon

ég þoli ekki lengur hvað sumir eru einfaldir að dæma Eistland í slavneska menningarsvæði. Það er mín vegna allt í lagi ef einhver með 6 klassa menntunaferli gerir það en td. Gisli Marteinn hefur "blómstrað" þegar hann lýsir keppnina að mínu mati allt of oft.Ef menn mundu nenna að skoða landakortið,þá sjá þeir að það eru 80 km á milli Tallinn og Helsinki en fleiri þúsund km til Armeniu sem Eistar eru gjarnan bornir saman... Þetta er bara ekkert annað en óundirbúning fyrir vinnuna sína. Og ef þú mundir skoða söguna um stigagjöf frá Eistlandi þá kemur í ljós að Balkanskagalönd fá ekki neitt svo á móti fær Ísland alltaf! Rússar fá auðvitað lika en Eistar sem eiga eistneska sem móðurmál kjósa frekar Burundi en Rússland nema auðvitað lagið þeirra sé eitthvað sérstaklega gott.

valmar hvanndal (IP-tala skráð) 7.2.2010 kl. 23:55

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég var einmitt með efasemdir um að setja Eystrasaltslöndin í flokk með A-blokkinni.  

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2010 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband