Allt lagt í sölurnar

Var það ekki eyðslufyllerí sem varð GOG að falli? Nú leggja nágrannar þeirra í Faaborg HK, allt í sölurnar til að komast upp í efstu deild.

6991_Hallgrimsson_Asgeir_Orn_PÞað er um að gera fyrir Ágeir Örn að nýta tækifærið fram á vorið, komandi "ferskur" inn á markaðinn sem nýverðlaunaður bronshafi á EM. Bronsið hefur örugglega ekki laskað afkomuhorfur landsliðsmannsins.

Flott hjá þér, Ásgeir.


mbl.is Ásgeir Örn til Faaborg HK
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sá Ásgeir Örn, kornungan táning, settan í það í Versló að taka tvær hnefaleikalotur við strák, sem greinilega kunni talsvert fyrir sér í hnefaleikum.

Mér var falið að lýsa þessu og dæma. 

Í 1. lotu leit þetta ekki vel út fyrir Ásgeir Örn. Mótherjinn sótti hart að honum en Ásgeir notaði sér lipurð og lagni til að verjast naumlega. 

Í 2. lotu snerist dæmið við. Skyndilega fór Ásgeir Örn að koma inn frábærum gagnhöggum í stíl þeirra bestu í íþróttinni og fór svo að hann gersigraði andstæðinginn. 

Ég hreifst mjög af frammistöðu þessa óreynda og renglulega unglings og sagði við þetta tækifæri að þessi drengur gæti orðið afburðamaður í hverri þeirri íþrótt sem hann kysi, slíkir væru hæfileikar hans. 

Ómar Ragnarsson, 5.2.2010 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband