Canon EOS 550D

Ljósmyndaáhuginn er að vakna úr dvala hjá mér. Ég er löngu hættur að nota ágæta reflex vél sem ég hef átt í 35 ár. Það er einfaldlega of dýrt að framkalla filmur. Errm

Þetta er draumagripurinn sem ég mun kaupa á næstunni, sjá hér  28_EC2851_None_6


Ótrúlega magnaður fyrri hálfleikur

Það er stundum sagt: "Engin er betri en andstæðingurinn leyfir".

Það átti svo sannarlega við um fyrri hálfleikinn í kvöld. Þjóðverjarnir virkuðu lélegir, en það var vegna þess að íslenska liðið var frábært, bæði í vörn og sókn, auk magnaðrar markvörslu Björgvins Páls.

Það eina sem kom mér á óvart í leiknum, var að Heine Brandt, þjálfari Þjóðverja, skyldi ekki skipta um markvörð, allan hálfleikinn. Ég held að það hafi mátt telja á fingrum annarrar handar þau skot sem Silvio Heinevetter varði. Carsten Lichtlein stóð í markinu í seinni hálfleik og var skömminni skárri. Það er greinilegt að Þjóðverjar eiga ekki markverði af sama kaliberi og þeir hafa átt á undanförnum árum... og jafnvel áratugum.

Íslendingar eiga hins vegar markvörð í dag á heimsmælikvarða, í fyrsta sinn í sögu íslensks handknattleiks.

Hreinn unaður var að fylgjast með Aroni Pálmarssyni. Ótrúlega góður leikmaður á öllum sviðum og verður án efa einn allra besti handboltamaður veraldar í framtíðinni.

Ólafur Stefánsson var líka frábær. Orka hans í leiknum bar þess ekki vitni að hann væri 37 ára gamall.

Guðjón Valur sendi sterk skilaboð til þjálfara síns hjá þýska félagsliði sínu, sem jafnframt er þjálfari íslenska landsliðsins. Ef hægt er að tala um "einvígi" vinstri hornamanna í leiknum, þá var Guðjón afgerandi sigurvegari með sín 12 mörk í leiknum. Smile


mbl.is Frábær sigur á Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki bara skólavandamál

Grunnskólinn í Hveragerði var einn af fyrstu grunnskólum landsins til þess að taka upp "Olweusarverkefnið  gegn einelti. Olweus hefur verið notuð hér í Grunnskóla Reyðarfjarðar í nokkur ár.

"Meginreglur í Olweusaráætluninni gegn einelti:

Olweusaráætlunin hvílir á fremur fáum lykilmeginreglum sem fengist hafa staðfestar í vísindalegum rannsóknum á þróun og breytingum þessa atferlisvanda, einkum árásarhneigðu atferli. Það er því mikilvægt að reyna að koma á „endurskipulagningu þess félagslega umhverfis sem er“ og að skapa skólaumhverfi (og helst líka umhverfi heima fyrir) sem einkennist af:

• hlýlegum og jákvæðum áhuga og alúð hinna fullorðnu
• ákveðnum römmum vegna óviðunandi atferlis
• stefnufastri beitingu neikvæðra afleiðinga (refsinga) sem hvorki eru líkamlegar né óvinveittar, brjóti nemandi gegn þeim reglum sem ákveðnar hafa verið
• fullorðnum í skóla (og á heimili) sem virka sem yfirboðarar við vissar aðstæður.

Þessar meginreglur hafa svo verið „þýddar“ yfir í ýmsar aðgerðir í skólum, á heimilum og hvað hvern og einn varðar (sjá 1. töflu). Helstu markmið aðgerðaáætlunarinnar eru þau að breyta „skipulagi tækifæra og umbunar“ fyrir einelti þannig að mjög dragi úr möguleikum á eineltisatferli og umbun fyrir það." Sjá hér

Að mínu mati er samstarf við foreldra gerenda í svona málum, lykilatriði. Oft eru foreldrar gerendanna algjörlega ómeðvitaðir um að barn sitt leggi einhvern/einhverja í einelti, en ef þau vita af því og gera ekkert í því, þá er þetta orðið "foreldravandamál" (að mínu mati).

Þekkt eru dæmi um foreldra sem neita að trúa að "barnið sitt" geri nokkuð af sér og bregst jafnvel við af hörku ef "ásakanir" um slíkt eru bornar fram. Það snýr jafnvel slíkum ásökunum upp í það að þær séu einelti í garð barns síns.

Í sumum tilfellum eru gerandi undir félagslegum þrýstingi, að leggja tiltekna einstaklinga í einelti. Ef þeir láta ekki undan þeim þrýstingi þá eru þeir hræddir um að þeir sjálfir verði fórnarlamb eineltis.

Veist þú alltaf hvað barnið þitt gerir utan heimilis?


mbl.is Fá sendar „alveg hræðilegar sögur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voru þær vel til hafðar?

Frábær árangur hjá stelpunum. Til hamingju!

Þó ég hafi ekki náið fylgst með boltaíþróttum kvenna, þá hef ég þó tekið eftir augljósum breytingum undanfarin ár.... að tvennu leyti.

Í fyrsta lagi eru þær miklu betri á allan hátt og standast ágætlega samanburð við boltakonur í öðrum löndum og vel það.

Í öðru lagi, þá eru margar stúlkur (næstum allar) afskaplega vel til hafðar í keppnisleikjum. Þær mála sig í framan með augnskugga og maskara og gott ef þær setja ekki upp gervi augnahár, líkt og þær séu að fara á dansleik. Hárið er heldur ekki útundan... allskyns fléttur og dúllerí.

En eru strákarnir eitthvað öðruvísi? Ég hélt það Errm

Ég fékk að sjá bréf sem þjálfari 2. flokks karla skrifaði um daginn og ég birti það hér.

"Þegar að ég var að stjórna 2. flokki Sindra í leik á móti Leikni seinnipart síðasta sumars gerðist nokkuð sem hreinlega sló mig og fékk mig til að hugsa um hvað fótbolti hreinlega snérist um í dag.

Þetta atvik gerðist ekki inná leikvellinum sjálfum eins og fólk kannski ályktar, heldur gerðist þetta inní búningsklefa okkar Sindramanna, rétt eftir svakalega peppræðu þjálfarans þar sem menn áttu hreinlega að hlaupa út á leikvöllinn tilbúnir að vaða eld og brennistein til að ná í þessi þrjú stig sem voru í boði. Það sem gerist er að í stað þess að leikmenn fari úr klefanum öskrandi þá myndast röð á klósettið þar sem menn standa fyrir framan spegilinn með spraybrúsa að gera hárið flott. Sumir voru með sléttujárn!

Ég var lengi að jafna mig eftir þetta áfall og hef mikið velt því fyrir mér hvað það skiptir unga menn miklu máli að líta vel út á velli. Að líta vel út á velli hafði nefnilega aðra merkingu þegar að ég var sjálfur að spila í 2. flokki. Þá þótti maður líta vel út á velli ef maður gat eitthvað í fótbolta og náði kannski að slysast til að taka skærin í einhverri hreyfingunni. Maður þótti jafnvel líta vel út á velli fyrir flotta skriðtæklingu og stóð uppúr henni drullugur uppfyrir axlir... og já, hárið í klessu.

En af hverju erum við komin með íþróttina á þennan stað??

Ég vil meina að þegar að ungur drengur frá London flutti til Manchester til að freista gæfunnar með því ágæta liðið Man Utd hafi hjólin farið að snúast. Á þeim degi þegar að þessi drengur skoraði mark frá miðju á móti Wimbledon fóru hjólin á fleygiferð því þarna var stjarna fædd, stjarna sem hugsanlega eyddi 15 mínútum fyrir leik inná klósetti með spraybrúsa að gera hárið flott.

Það skiptir miklu máli hvernig skór leikmanna líta út í dag. Hér áður fyrr voru skór leikmanna svartir með hvítu merki saumað í. Ég er nokkuð viss um að það hafi staðið í reglunum að leikmaður skyldi aðeins spila í þannig skóm. Í dag er maður farinn að vekja neikvæða athygli ef maður spilar í svarthvítu Copa mundial skónum. Lúkkið er hreinlega tekið fram yfir gæðin í þessum málum. Meira að segja spila menn í bleikum skóm og í dag þykir það flott!


Ég ætla ekki að halda því fram að ég hafi alveg sloppið við þessa útlitsdýrkun því að ég hef spilað í hvítum, grænum, gulum og bláum skóm, ég hef sett í mig strípur og farið í ljós. Meira að segja gekk ég svo langt á sínum tíma að ég skellti á mig brúnkukremi fyrir leik við Fram sem var í beinni útsendingu frá Grindavíkurvelli. Ég valdi undraefnið Brazilian-tan en með því að bera það á sig þarf maður ekki að bíða nema 5 mínútur til að það virki. Ég skellti því á mig rétt fyrir mætingu og var svo orðin flekkóttur í framan í upphitun. Auðvitað tókst mér að skora í leiknum þannig að ég fékk nærmynd af mér fyrir framan alþjóð undir taktföstu kalli þeirra Stinningskalda manna (stuðningsmenn Grindavíkur) "Brúnó Brúnó Brúnó!"

En hvert er framhald þessarar útlitsdýrkunar okkar fótboltamanna? Ég bind miklar vonir við að þaðan sem þessi ósköp byrjuðu sé nú komin lækning. Í liði Rauðu djöflanna er nefnilega kominn á sjónarsviðið ungur drengur sem hefur gert allt vitlaust og virtist á tímabili ekki getað hætt að skora. Drengur þessi er ekkert mikið í hársprayinu enda ekki mikið hár eftir á kollinum. Hann er hvítur eins og ég og er samt ekkert í ljósum eða að nota brúnkuefni. Hann er í ósköp venjulegum Nike takkaskóm og það skiptir hann nákvæmlega engu máli þó að hann sé drullugur upp fyrir axlir. Meira að segja þarf þessi drengur að borga fyrir kynlíf utan hjónabands.

Lækningin heitir Wayne Rooney."


mbl.is Ísland í úrslit á Algarve mótinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enga nekt hér!

nekt

Já/Nei á ÍNN

Ég er í hjarta mínu á móti því að samþykkja icesave- ánauðina. En einhver rödd á bak við eyrað hefur verið að trufla það sem hjartað vill. E.t.v. borgar sig að samþykkja þennan fjanda og horfa fram á veginn.... gleyma þessu bara? Errm

Á Mbl.is þann 16. desember  s.l. segist Össur Skarphéðinsson vara við því að hafna nýja Icesave samningnum, um leið og hann lofar Indefence samtökin fyrir þátt sinn í málinu. Það eru einmitt svona hótanir sem gera það að verkum að ég vil setja undir mig hausinn og segja þvert nei við hinum ólögmætu kröfum Breta og Hollendinga.

Á sjónvarpsstöðinni ÍNN eru nú sýndir þættir, þar sem spekingar rökræða hvort segja eigi já eða nei við Icesave III. Annar þátturinn heitir "Já" og hinn "Nei".

Ég horfði á "Nei"þáttinn á ÍNN í gærkvöldi.

Reimar Pétursson, lögfræðingur og fulltrúi Indefence hópsins, sem ég man því miður ekki hvað heitir, voru viðmælendur Halls Hallssonar. Í stuttu máli þá sannfærðu þeir mig með yfirvegaðri röksemdarfærslu, að engin ástæða sé til að óttast afleiðingar þess að Íslendingar standi í lappirnar í þessu máli og setji kross við "Nei" í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég á eftir að sjá "Já" þáttinn. Woundering


mbl.is Kynning á Icesave ekki nógu hlutlæg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ketchup - æfingin skapar meistarann!


mbl.is Ungfrú Reykjavík með tómatsósu í hanskahólfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ruðningsáhrif og fá störf skapast

Væntanlega er það afar hagkvæmt að rækta tómata í risagróðurhúsi, svo framarlega sem markaðir taka við afurðunum. En smærri gróðurhúsabændur geta ekki keppt við svona risa og hvað verður þá um þá?

Þeir rækta bara auðvitað "eitthvað annað" Errm


mbl.is Tómatar geta skapað 60 til 100 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

(Stein) Smugan

Vefritið "Smugan", sem er undir ritstjórn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, er með magnaða frétt í dag undir fyrirsögninni: 

"Segja Alcoa hafa landsstjórn Grænlands í vasanum" (Sjá hér)

Fréttin er náttúrulega ekki frétt, því hún er áróðursþvættingur.

Heimildarmenn Smugunnar er hávær minnihlutahópur, sem ekki vill álver þarna. En á sama tíma kvartar þetta fólk yfir manneklu og niðurskurði í opinberri þjónustu. Þetta tækifæri Grænlendinga myndi einmitt koma í veg fyrir niðurskurð á svæðinu!

Í "fréttinni" segir m.a. :

„Alcoa hefur sett landsstjórn Grænlands skilyrði um að slakað verði á reglum um erlent starfsfólk svo fyrirtækinu geti notast  við ódýrt innflutt vinnuafl,“ segir í tilkynningu frá umhverfissamtökunum Avataq og Samtökum fólks gegn uppbyggingu Álvers á Grænlandi. Verði ekki gengið að slíku skilyrði verður ekkert af uppbyggingu í áliðnaðar í Maniitsoq."

 Hafa Grænlendingar það vinnuafl sem þarf í þessar framkvæmdir? Ekki höfðu Íslendingar það, sexfalt fjölmennari þjóð, við framkvæmdir við Kárahnjúka og við byggingu álversins í Reyðarfirði.
Impregilo auglýsti grimmt eftir vinnuafli hér, en byggingaverkamenn voru uppteknir við að byggja íbúðar, iðnaðar og verslunarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, sem nú stendur að einhverjum hluta tómt.

Einnig segir í "fréttinni":

"Í tilkynningu segir að Umhverfisstofnun Grænlands skorti allavega fjóra starfsmenn til viðbótar svo stofnunin geti með góðu móti unnið mat á umhverfisáhrifum framkvæmda Alcoa í Maniitsoq."

Það vill nú svo til að Umhverfisstofnun Grænlands gerir ekki þetta umhverfismat, heldur er það á hendi framkvæmdaaðila, eins og alltaf... allsstaðar í veröldinni.


Geðveikislegt ofstæki

Kristbjörn Árnason hrósar umhverfisráðherra fyrir einræðistilburði sína í pistli sínum við þessa frétt, sjá HÉR

Ég hélt í fyrstu að pistillinn væri kaldhæðnislegt stólpagrín um ofstækisfulla náttúruverndartilburði umhverfisráðherra. En svo er ekki. Errm

Þetta fólk segir að skotveiði eigi ekki heima þar sem göngufólk er á ferð. Hreindýraveiðar eru frá miðjum ágúst (ef ég man rétt), gæsaveiðar frá miðjum september og rjúpnaveiðar í nóvember og desember. Ég man ekki eftir að það hafi nokkurn tíma verið vandamál með veiðar á þessum svæðum.

Jeppafólk má ekki keyra þarna, heldur einungis rútur á valin svæði í skipulögðum ferðum fyrir göngufólk.

Mikill fjöldi ferðamanna koma til Austurlands á þessum árstíma til að stunda veiðar. Fjöldi fólks hefur atvinnu af því að þjónusta þetta fólk. Göngufólk hefur einnig alltaf verið velkomið og ekki staðið á því að það sé þjónustað einnig.

Þessi öfga-umhverfisstefna er orðin hrein geðveiki. Crying


mbl.is Veiðileiðsögumenn mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband