Fisherman´s Wharf í Frisco

Frisco 109

Önnur af tveimur skoðunarferðum sem ég fór í með skólastjórnendum af Austurlandi á ferð okkar til San Francisco, var að "Bryggju #39", (Pier 39) Fisherman´sWharf. 

Þarna er gríðarlegt úrval af veitingahúsum sem sérhæfa sig í sjávarréttum af ýmsu tagi.

Frisco 110

Hópurinn skellti sér inn á einn veitingastaðinn og fengum okkur "Súpu í súrdeigsbrauði". Við Ásta fengum okkur skelfisksúpu, en Hilmar og Halldóra fengu sér mexíkóska baunasúpu.

Frisco 114

Í þessu bryggjuhverfi er einnig fjöldi smáverslana sem selja ferðamönnum minjagripi af ýmsu tagi.

Frisco 113

Þarna var einnig sölustandur með baðsölt í mörgum litum... og lyktum. Konurnar í hópnum féllu að sjálfsögðu fyrir þessu. Joyful

Frisco 117

Búð fyrir örvhenta. Þarna var margt fyndið að sjá.

Frisco 126

Á "Pier 39" er einnig frægt "Sæljónastæði". Þessir trépallar eru þarna sérstaklega fyrir sæljónin. Engu var líkara en þarna væru margar tegundir sæljóna, svo ólík voru þau að stærð, lit og í feldgerð, en mér skilst að þau séu bara svona misjöfn eftir aldri og kyni.

Frisco 128

Þó ekki værum við þarna á "High season"ferðamannatímabili, þá var mikill mannfjöldi í Fisherman´s Wharf og sæljónin voru vinsæl.

Frisco 132

Á leið okkar í rútunni til Golden Gate brúarinnar frá Fisherman´s Wharf, benti leiðsögumaður okkur á þennan mann. Ég rétt náði að smella af honum mynd út um gluggann. Í Wikipedia segir:

World Famous Bushman  "David Johnson, also known as the World Famous Bushman, is a homeless man who has been scaring passers-by along Fisherman's Wharfin San Franciscosince 1980"

Þegar fólk gengur í grandaleysi sínu fram hjá þessum runna, stekkur hann fram, stundum með óhljóðum. Þeir sem standa álengdar og fylgjast með, gefa honum peninga fyrir skemmtunina. Í Wikipedia er vitnað í Bush-manninn og segist þessi "heimilisleysingi"hafa í góðum árum, allt að 7 miljónir ÍSKR í tekjur.

Á tímabili réði hann sér"lífvörð" til að verja sig gegn fólki sem ekki var skemmt yfir uppátæki hans.

Næst er blogg um Golden Gate.


Togvíravagnar og brekkurnar í Frisco

Frisco 219

San Francisco er byggð á 36 hæðum (hills). Brekkurnar eru margar hverja ótrúlega brattar og eins gott að þarna er aldrei hálka. Þessar brekkur hafa verið vinsælar "leikmyndir" í bandarískum hasarmyndum þar sem bílaeltingaleikir koma við sögu.

Ég spurði leiðsögumann sem við höfðum einn daginn, hvort einhverjar sérstakar brekkur væru vinsælli en aðrar í bíómyndunum og svarið var að þær væru nokkrar á tiltölulega litlu svæði. Þessi hér að ofan er örugglega ein af þeim. Joyful

"Cable cars"(Togvírsvagnar?) er sérstakt fyrirbrigði í San Francisco og í brekkunni miðri, má sjá einn slíkan. Vagnarnir hafa verið í samfelldri notkun síðan 1873.

"The best known existing cable car system is the San Francisco cable car systemin the city of San Francisco, California. San Francisco's cable cars constitute the oldest and largest such system in permanent operation, and it is the only one to still operate in the traditional manner with manually operated cars running in street traffic."(Wikipedia)

(Myndirnar eru skemmtilegri til skoðunar, ef smellt er tvisvar sinnum á þær)

Frisco 209

Frisco 210

Við "Market street" er nyrðri endi brautarinnar fyrir togvírsvagninn. Brautin liggur svo suður yfir ásinn á efstu myndinni, til hins fræga bryggju og veitingahúsahverfis; "Fishermans Wharf". Blogga um það hverfi síðar.

Þegar vagninn er kominn á brautarenda, er honum snúið með handafli á hringlaga palli. Ferðamenn bíða í löngum röðum eftir því að komast í ferð með þessum "dráttarklár".

Frisco 217

Bremsubúnaðurinn er þessi gormur með bremsuklossa. Honum er stjórnað með stóru handfangi af vagnstjóranum.

Frisco 212

Farþegarnir streyma um borð. Vagnstjórinn, þessi með derhúfuna, heldur um hinar löngu stjórnstangir.

Frisco 216

"Togvírinn", gengur stanslaust þó vagnarnir séu stopp. Vírinn er á stærð (þykkt) við trollvír á togara. Sérstakt hljóð heyrist frá vírnum, einhverskonar "úúúú", sem verður áberandi í kvöldkyrrðinni.


Þórarinn Eldjárn orti:

Víst er það skrýtið, virðist mér,
sem vilja jámenn ná fram:
Að hafa Icesave yfir sér
áfram!

...Þetta viðhorf vel ég ei,
viti og rökum fáklætt.
Við skulum segja nei nei nei.
Nei er jákvætt.


mbl.is Augu umheimsins á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað sögðu "já-sinnar" árið 2009?

Ég tók textann hér að neðan af bloggi Jóns Baldurs, HÉR. Þar eru einnig tvo athyglisverð myndbönd. Pistill Jóns ber yfirskriftina:

"Eigum við að treysta þessu fólki ÁFRAM?"

Þetta var hræðsluáróður þeirra í desember 2009 á Alþingi Íslendinga (myndband) þegar þau vildu láta þjóðina kyngja Icesave II.  

Árni Páll Árnason (S): ,,Áhættan af því að samþykkja ekki þennan samning er miklu, miklu meiri. Tjónið af því að samþykkja ekki þennan samning getur verið gríðarlegt."

Oddný Harðardóttir (S): ,,Allar líkur eru á (þ.e. ef við segjum NEI) að viðsemjendur okkar leggi fram ítrustu kröfur og niðurstaða fengist eftir langan tíma sem væri óhagstæðari en sú sem nú býðst".

Björn Valur Gíslason (VG): ,,Þetta voru þeim samningar sem best var hægt að fá fyrir Ísland. Ég segi að sjálfsögðu JÁ."

Helgi Hjörvar (S): ,,Ég segi JÁ þó fyrr hefði verið."

Lilja Rafney Magnúsdóttir (VG): ,,Frelsarinn þurfti að bera syndir mannanna. Eins verða ábyrgir og heiðarlegir Íslendingar að axla syndir útrásarvíkinganna og pólitískra meðreiðarsveina þeirra. ... Ég segi því JÁ þó fyrr hefði verið."

Magnús Orri Schram (S): ,,Brennuvargarnir eiga ekki að þvælast fyrir slökkvistarfi. Ég segi JÁ."

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (S): ,,Stjórnarandstöðuflokkarnir ... hafa notað 180 dýrmætar stundir þingsins til að berja höfðinu við steininn."

Steingrímur J. Sigfússon (VG): ,,Ég trúi því, ég trúi því, að sagan muni sýna að við séum hér að gera rétt."

Nú lofa þau öll Icesave III vegna þess að hann er svo miklu, miklu betri en Icesave II!

Og nú koma þau AFTUR með Icesave III og vilja að við treystum þeim ÁFRAM fyrir málinu. Ég segi NEI! Þetta er orðið meira en gott hjá þeim. Ég vil halda ÁFRAM - án þeirra leiðsagnar.


mbl.is 57% ætla að segja nei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Já" Icesave?

crop_500x
mbl.is Margir ræða um Icesave á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mynd dagsins

Þessa fann ég á http://www.flickmylife.com/page/3

dorrit-georg


Sama í Fáskrúðsfjarðargöngum

Mun meiri umferð er um Fáskrúðsfjarðargöng en áætlanir gerðu ráð fyrir.

ILLUGI~1Ég mun aldrei gleyma pistli sem Illugi Jökulsson, sem skipaður var launaður ráðsmaður í stjórnlagabreytingum á dögunum, skrifaði í eitthvert dagblaðið þegar átti að fara að byrja á þeirri framkvæmd.

Hann fann út íbúatölu Fáskrúðsfjarðar og út frá því bílafjöldan í plássinu og deildi þeirri tölu í kostnaðinn við göngin. Shocking


mbl.is Meiri umferð um Héðinsfjarðargöng en reiknað var með
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð fyrirsögn til að afla styrkja

Ég þori ekki að leggja mat á það hvort hér séu um ýkjur að ræða eða ekki, hjá þessum vísindamönnum.

Hitt veit ég, að varfærnislegri fullyrðing er ekki eins líkleg til að þessir vísindamenn komist í vasa skattgreiðenda.


mbl.is Óþekkt ástand í sögu mannkyns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já-ið bjargar vinstri stjórninni

Það er dálítið merkilegt (eða ekki), að hörðustu "Já-ararnir" eru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar.

Að vísu verður að viðurkennast að "Nei-arar" finnast í öllum flokkum, en það heyrist ekkert sérlega hátt í þeim, nema þeir meti líf ríkisstjórnarinnar mikils.

Við sem viljum þessa ríkisstjórn burt og viljum jafnframt ekki borga einkaskuldir óreiðumanna, sláum því tvær flugur í einu höggi á laugardaginn, með því að setja ex við NEI


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chinatown

Frisco 307

Chinatowní San Francisco er elsta og frægasta Kínahverfið í N-Ameríku (frá 1840) og var lengi vel það fjölmennasta, en í dag mun það vera Kínahverfið í New York.

Myndina hér að ofan tók ég af hliðinu inn í aðalgötu hverfisins. Hún er um 2 km. að lengd og nokkrar hliðargötur tilheyra einnig Chinatown. Hverfið er nánast eins og kínversk nýlenda og menningin er allt öðruvísi um leið og komið er inn fyrir hliðið.

T.d. er þjónustulundin í afgreiðslum verslananna ekki af sama toga og utan hverfisins, en Ameríkanar eru snillingar á því sviði. Sumt af afgreiðslufólkinu þarna talaði mjög bjagaða og illskiljanlega ensku.

Frisco 325

Aragrúi verslana og veitingahúsi er í aðalgötunni og þar eru vörur og þjónusta ýmiskonar, ódýrari. T.d. kostaði herraklipping aðeins 10 dollara þarna en í verslunarmiðstöðvum utan hverfisins var verðið 35-40 dollarar.

Frisco 311

Aðalgatan liggur utan í brekku og að neðanverðu er ekki margt sem minnir á Kína. Hér er horft í átt að fjarmálahverfinu í San Francisco.

Frisco 321

Minjagripir, silkivörur og skartgripir eru meðal helstu verslunarvara þarna.

Frisco 313

Ásta fékk sér fallega kápu, "China style".


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband