Greenpeace er til tjóns þarna

Ég horfði á fræðsluþátt um daginn á http://www.pbs.org/ þar sem fjallað var um afleiðingar þessa umhverfisslyss.

Sumarið sem atburðurinn átti sér stað var hræðilegur fyrir íbúa á stórum svæðum við flóann. Viðtal var við hjón sem lifað hafa á krabba og fiskveiðum í nokkrar kynslóðir, á fallegri eyju, með pálmatrjám og hvítum sandströndum. Túristar, ásamt krabbaveiðunum, stenda undir allri lífsafkomu eyjaskeggja. Eyjan var eins og draugabær þetta sumarið.

Ekki var hægt að veiða... allar krabbagildrur voru ataðar olíu og olíubrák allsstaðar. BP- olíurisinn borgaði fjölskyldunni um haustið heila 5.000 $ en ekkert hefur heyrst frá þeim síðan. Reikningarnir halda hins vegar áfram að koma inn um bréfalúguna hjá fólkinu.

En nú í vor horfir til betri vegar, því olían er horfin, þó enn skoli á land "sandkúlum", en þetta eru olíudropar sem hlaða utan á sig fjörusandinum eins og snjóboltar. Starfsmenn BP hreinsa þetta upp og þetta fer minnkandi. Ferðamenn eru farnir að koma aftur á strendurnar og krabbaveiðin gengur ágætlega.

greenpeace

Krabbinn er ómengaður en vegna yfirdrifins áróðurs Greenpeace (því á slíkum óróðri þrífast samtökin), þá vill enginn kaupa krabbann. Kaupendur eru hræddir við "stimpilinn"sem afurðirnar hafa fengið hjá Greenpeace... að ósekju.

Forsvarsmönnum Greenpeace er alveg sama, því nú er "vertíð" hjá þeim.


mbl.is Ár frá olíulekanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Golden Gate

Golden Gate brúin í San Francisco, er ein þekktasta brú veraldar. Hún tengir borgina við Marin County en sundið á milli fékk þetta nafn; "Golden Gate", um miðja 19. öld þegar svæðið við flóann byggðist hratt vegna "gull-æðisins".

Frisco 150

Austfirðingar í myndatöku við Golden Gate.

Brúin var rúm fjögur ár í byggingu og var tekin í notkun árið 1937. Margt nýstárlegt var við þessa brúarsmíð, á þess tíma mælikvarða og þótti hún í raun einstakt verkfræðiafrek. Hún tilheyrir flokki svonefndra "hengibrúa"og hafið á milli brúarstöplanna var það lengsta í heimi í 27 ár. Í dag er þetta haf, 9. lengsta í veröldinni og ennþá það næst lengsta í Bandaríkjunum. Akashi-Kaikyo- brúin á núgildandi heimsmet, en hún var smíðuð árið 1998. Tölur um stærð brúarinnar má sjá hér (lengd, breidd, hæð og þyngd).

Byggingin til vinstri er "Fort Point" virkið, byggt í kringum 1850.

Frisco 153

Miklum vandkvæðum þótti bundið að brúa Golden Gate af nokkrum ástæðum og voru þær helstar að þarna er mikið dýpi og mjög miklir straumar, auk þess sem vindhviður geta orðið afar sterkar. Lengi vel var sagt að sundið væri óbrúanlegt.

Ný viðmið voru sett vegna öryggismála við byggingu brúarinnar sem hófst árið 1933. Orðatiltækið "Safety first",kom þá fyrst fram á sjónarsvið og er enn í dag kjörorð í bandarískum öryggismálum. Dauðaslys voru óhugnanlega algeng á þessum tíma, t.d. við byggingu skýjakljúfa, en nú skyldi gerð bragabót á því. Allir starfsmenn voru skyldaðir til að vera með öryggishjálma og í öryggislínum þar sem við átti. Auk þess var strengt öryggisnet, þannig að ef einhver fél útbyrðis, þá bjargaði netið. 19 menn áttu líf sitt að launa öryggisnetinu og urðu þekktir sem “Half-Way-to-Hell Club”.

Þegar byggingu brúarinnar var u.þ.b. að ljúka, hafði aðeins eitt dauðaslys átt sér stað, sem þótti einstakt við svona stóra framkvæmd. En þá dundi ógæfa yfir. Stillans sem festur var á annan brúarstöpulinn, gaf sig með 10 mönnum. Öryggisnetið hélt ekki þunganum og rifnaði og allir mennirnir létu lífið.

Viðtöl á myndbandi við tvo gamla menn sem unnu við smíði brúarinnar og gamlar ljósmyndir, má finna hér

Frisco 152

Við Golden Gate brúnna, mættu þessir brimbrettakappar til að nýta sér ölduna.

Frisco 156

Ekki er hægt að segja að kjöraðstæður væru þarna fyrir "surfing"

Frisco 158

Annar kappinn kominn út í og hinn bíður átekta eftir öldunni.

Frisco 160

Mennirnir syntu töluvert langt út og riðu svo öldunni að óblíðri ströndinni og létu sig falla rétt áður en þeir lentu í stórgrýtinu.


Átti hann að biðja félaga sína í VG leyfis?

Þingmenn sverja við eið þegar þeir taka sæti á Alþingi, að fara eftir eigin samvisku í ákvörðunum sínum og atkvæðagreiðslum.

"Félagaþrýstingur" á sér ýmsar birtingamyndir. Errm


mbl.is Ásmundur hefði átt að leita álits
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Birgitta á barmi taugaáfalls??

birgittaNefnt hefur verið að ýmsir þingmenn hafi ekki viljað styðja vantrauststillöguna um daginn, vegna þess að þá myndu þeir missa vinnuna. Eflaust eitthvað til í því.

Ég tók eftir því að Birgitta Jónsdóttir virtist óvenju taugaóstyrk í ræðustól þegar þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu. Það var engu líkara en hún væri á barmi taugaáfalls.

Nú eru bandarískir dómstólar að fjalla um "twitter" mál Birgittu. Hún hefur beitt fyrir sig friðhelgi sem þingmaður. Hvað gerist ef hún er ekki lengur þingmaður? Verður hún berskjölduð gegn vondu körlunum í Ameríku?

Stuðningsmenn Birgittu, m.a. ráðherrar ríkisstjórnarinnar (Össur) hafa biðlað til evrópskra þingmannasamtaka, um að að ekki beri að afhenda aðgang að twitter síðu hennar á grundvelli friðhelginnar.

Slík "vernd" er ónýt ef hún er ekki lengur þingmaður.

Svo má velta fyrir sér, af hverju Birgitta vill ekki afhenda gögnin af fúsum og frjálsum vilja. Er það prinsippatriði, eða hefur hún eitthvað alvarlegt að fela?


mbl.is Jóhanna fái Ólínu til að miðla málum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Systurnar sjö í San Francisco

Frisco 189

Í jarðskjálftanum mikla í San Francisco árið 1906, kviknuðu miklir eldar í borginni og allur miðbærinn brann. Stór hluti þeirra íbúa sem fórust í þessum náttúruhamförum urðu eldinum að bráð.

Í kvosinni milli skýjakljúfanna í baksýn og hæðarinnar sem myndin er tekin á, var breiðasta stræti San Francisco á þessum tíma. Breidd strætisins kom í veg fyrir að eldurinn breiddist út og eyðilegði þetta merkilega hverfi, sem byggt er í "viktoríönskum stíl" seint á 19. öld.

Þessi sjö hús í forgrunni eru kölluð "Systurnar sjö"og þykja bæði falleg og og eiga sér merkilega sögu. Húsin er lítil og ef einhver hefur áhuga, þá er endahúsið til vinstri til sölu. Verðið er 450 milj. ískr.

Frisco 190

Þessi hæð er eitt fallegasta íbúðahverfi sem ég hef séð.

Frisco 177

Frisco 180

Frisco 181

Þessi hús hafa verið notuð sem leikmynd í nokkrum Hollywood myndum, t.d. Tootsie . Leikarinn Robin Williams á heima í Hverfinu, ásamt fleirum frægum og ríkum. 


"Segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér"

Þórunn Sveinbjarnardóttir, hélt að hún væri ekki lengur í beinni útsendingu í útvarpi, þegar hún átti þessi "dönnuðu" ummæli, sem heyra má HÉR 

Fréttamaðurinn var að spyrja hana um fyrirhuguð ráðherraskipti í ríkisstjórninni. Vanstilling þingkonunnar er mikil og spurning hvort eitthvað sé að heima. Errm


mbl.is „Farið hefur fé betra“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Torres- brandari

torresStal þessum af facebook.

Nethjálp Vodafone góðan dag, get ég aðstoðað?
Já ég virðist ekki finna netið lengur..!
Það er skrítið.. hvað er nafnið?
Fernando Torres


mbl.is Sir Alex: Torres varð að spila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Crab Enchaladas og Chimmichanga

San Francisco er þekkt fyrir ágæta matsölustaði og við Ásta fórum á Don Ramon´s mexican restaurant , fyrsta kvöldið okkar í Frisco.

Frisco 010

Crab Enchaladas. Ég er hrifinn af sjávarfangi, sérstaklega krabba og skeldýrum. Krabbinn, sem er rúllan hægra megin á diskinum, var ekki góður en allt annað á diskinum var fínt. Sumir veitingamenn halda að sjávarréttir eigi að bragðast eins og sjór. Það er leiður misskilningur í þeim. Angry

Frisco 009

Ásta fékk sér Chimmichangaen þann rétt hafði hvorugt okkar séð, heldur einungis heyrt um. Mjög gott, en kom ekki á óvart. Dæmigerður mexíkanskur matur.

Frisco 013

"Góðkunningi lögreglunnar".Á veitingastaðnum sátu þrír lögregluþjónar og sennilega eru fimmtudagskvöld róleg í San Francisco, því þeir sátu þarna hinir rólegustu í rúman klukkutíma.

Komið var að lokun veitingastaðarins og við Ásta ásamt löggunum vorum síðustu gestirnir. Ég fór að borðinu þeirra og spjallaði aðeins við þessa elskulegu menn og spurði svo hvort ég mætti ekki taka mynd af þeim. Ekkert var sjálfsagðara og einn þeirra heimtaði að fá að taka mynd af mér með félögum sínum.

Bandaríkjamenn eru einstaklega kurteisir og alúðlegir.


Koltrefjar í stað áls

"Sérfræðingar"virðast á hverju strái, þegar dikta á upp ný atvinnutækifæri. Þeir verða sérlega áberandi í umræðunni þegar stóriðjuframkvæmdir eru í uppsiglingu.  Þá eru svo óskaplega mörg "önnur tækifæri" sem blasa við að þeirra mati. Miklu betri, áhættuminni og arðsamari.

Fjárfestar hafa reyndar ekki stokkið af stað með peningabúntin sín, þegar svona umræða fer af stað... merkilegt nokk. Errm

Náttúruverndarsamtök Íslands,  létu "sérfræðinga" á ýmsum sviðum gera fyrir sig skýrslu árið 2001. Skýrslan var innlegg samtakanna í baráttu sinni gegn fyrirhuguðum framkvæmdum við virkjun og álver á Austurlandi. Í fáum orðum sagt, þá hefur tíminn leitt í ljós að ekki stendur steinn yfir steini í skýrslunni. Allar spár (hrakspár) hafa reynst orðin tóm.

Ég ætla að nefna tvennt úr skýrslunni, þó af nógu sé að taka. 

  • Eftirspurn eftir áli mun minnka og álverð lækka.

Álverð lækkaði vissulega þegar heimskreppan skall á, á haustmánuðum 2008. Sú þróun varði í næstum ár og sjá mátti "Þórðargleði" í skrifum nokkurra bloggara sem sögðu:

"Sko! Ég sagði það" Gasp

Hér að neðan má sjá heimsmarkaðsverð á áli sl. 5 ár. Dýfan var brött, en síðan hefur verðið hækkað jafnt og þétt.

Afkoma Alcoa, móðurfélags álversins á Reyðarfirði hefur batnað mikið undanfarið og segja forsvarsmenn fyrirtækisins "að hækkandi álverð sé helsta ástæðan fyrir batnandi afkomu og vaxandi eftirspurn sé eftir áli. Segist félagið reikna með að eftirspurn aukist um 11% á þessu ári eftir 13% aukningu á síðasta ári." (Sjá HÉR )álverðsþróun

Margir álversandstæðingar, t.a.m. Ómar Ragnarsson, hafa fullyrt í nokkur ár að ál sé á undanhaldi og að koltrefjar muni taka við, t.d. í flugvélaiðnaði. Einhver bið mun vera á þeirri þróun, því offramboð er á koltrefjum en aukin eftirspurn eftir áli.

Hitt atriðið úr skýrslu NÍ árið 2001:

  • Ferðamönnum til Íslands mun fækka vegna skaðaðrar ímyndar. (Vitnað í "sérfræðinga" í ferðamannaiðnaði) Fækkunin mun nema 50% á Austurlandi og 20% á landinu öllu.

Ég þarf varla að vísa lesendum mínum á heimildir um ferðamannatölur, þegar ég segi að þetta sé rakalaust bull. Er það? Woundering


mbl.is Koltrefjaverksmiðjur áfram í undirbúningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísindasafnið í San Francisco

Frisco 240

Safnið er staðsett í Golden Gate Park, sem er risastór garður, nokkrir kílómetrar á kant. Garðurinn er á flatlendi og það tekur um hálftíma að komast þangað með strætó, frá miðbænum. Ég giska á að fjarlægðin sé samt ekki meiri en 10 km. Safnið er vinstra megin á myndinni.

Borgin er byggð á afskaplega bröttum hólum og hæðum og margir hafa eflaust litið hýru auga á svæðið sem garðurinn þekur. En þrátt fyrir að Kaninn sé eins og hann er, þá má hann eiga það að hann er ekki alvitlaus. Tounge

Frisco 244

Þessi mynd er tekin í átt frá safninu.

Frisco 248

Þegar inn var komið, blasti þessi beinagrind risaeðlu við okkur. Maður væri frekar varnarlaus gagnvart svona kvikindi, ef maður mætti því á röltinu. Errm

Frisco 256

Sum klaufdýrin í Afríku eru engin smásmíði. Þessi er t.d. miklu stærri og þyngri en íslenski hesturinn.

Frisco 251

"Við erum öll Afríkumenn". (Myndirnar stækka ef smellt er á þær tvisvar)

frisco

Vinstra megin er nútímamaðurinn en hinn er Neanderdalsmaður.

Frisco 300

Í safninu er stór glerkúla og inni í henni er alvöru regnskógur með tilheyrandi loftslagi... sem var auðvitað afskaplega heitt og rakt. Þar flögra um ýmsir smáfuglar og stór og litskrúðug fiðrildi. Undir kúlunni er risastórt fiskabúr sem sést í, utan við kúluna til vinstri. Við áttum eftir að fara í skoðunarferð "undir" fiskabúrið.

Frisco 266

Inni í "regnskóginum".

Frisco 267

Séð niður, úr regnskóginum.

Frisco 269

Þarna er baneitraður froskur; "jarðarberja-eiturörvafroskur", í lauslegri þýðingu. sem varla er stærri en þumalfingur. Indíánar í Suður- Ameríku smyrja eitrinu úr froskinum á örvaodda sína.

Frisco 260

Þarna glyttir í fólk undir tjörninni í regnskóginum.

Frisco 275

Og hér erum við svo komin "í neðra".

Frisco 282

Margir rangalar voru þarna niðri og misstórir gluggar út um allt.

Frisco 286

Þessi fiskur er um 10 cm að stærð. Stærstu fiskarnir voru um 2 metrar að lengd, en þeir voru ekki fagurlitaðir eins og þeir smærri.

Frisco 278

Marglittur... í draumkenndu svifi í undirdjúpunum.

Frisco 294

Að utan lítur efsti hluti regskógarkúlunnar svona út.

Við enduðum heimsókn okkar í vísindasafnið, með því að fara í bíó. Bíótjaldið var íhvolft loftið í um 300 manna sal. Sætin voru hrikalega þægileg eftir að hafa rölt um safnið í tæpa 3 tíma. Maður lá næstum láréttur í dúnmjúku sætinu og horfði upp í loft. Myndin var stórkostleg og fjallaði um upphaf lífsins í heiminum... upphaf vetrarbrautanna... frá "miklahvelli", til nútíma á jörðinni okkar. Þessum örsmáa heimi, í óravíddum alheimsins.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband