Þreytt skoðanakönnun

Ég hef ekki skipt um skoðanakönnun hér á blogginu frá Icesave-kosningunum. En hér kemur s.s. niðurstaðan úr henni og því er hægt að setja hana í "Case closed" möppuna til varðveislu um aldur og ævi.

Spurt er:

Ætlar þú að samþykkja Icesave III ?

22.5%
Nei 71.6%
Óákveðin 5.9%
236 hafa svarað

Hlutfallið var mun jafnara í upphafi kosninganna en "Nei" mönnum óx ásmegin.


Heimskur og illgjarn fjármálaráðherra

176_w270„Við erum hér ekki að tala um venjulega banka eða fjármálastofnanir, heldur vogunarsjóði og innheimtufyrirtæki. Þetta eru hræfuglarnir, sem voma yfir hinum alþjóðlega lánsfjármarkaði og stinga sér ákafir niður, þegar þeir sjá vænlega bráð, til dæmis heimskan og illgjarnan fjármálaráðherra í litlu landi,“.( Pressan, Hannes Hólmsteinn  )

Það skal engan undra að andstæðingum Hannesar svíði undan honum þegar hann er í þessum ham. 


Hvaða rugl er í gangi?

Örugglega fljótlegra að fá einhver vitræn komment hér, en að  "gúggla" þennan hæstarréttardóm. Errm .... er það ekki annars?

Það kemur ekkert fram í hverju niðurstaða Hæstarréttar er fólgin. FootinMouth


mbl.is Á 182 km hraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listapakkið er fínt í svona dúllerí

Vatnsberinn.... segi ekki meir.

Er reyndar sammála því að "Vatnsberinn", var hálf umkomulaus í berangurslegu Öskjuhlíðarhálendinu. Errm


mbl.is Samþykkt að flytja Vatnsberann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það vantar færri

Ég fagna endurkomu Eiðs Smára í landsliðið og vonandi verður nærvera hans til góðs fyrir liðið. Eiður virðist í fanta formi þessa dagana og hann er örugglega búinn að fá að heyra "Torress-brandarann" nokkrum sinnum að undanförnu, um að hann þurfi aðstoð við að finna netið.... hjá Vodafone. Grin

Mér finnst hins vegar að það þurfi eitthvað að skoða vörnina betur. Errm

Indriði Sigurðsson, Kristján Örn Sigurðsson og Hemmi karlinn Hreiðars. FootinMouth

Getum við ekki betur en þetta? Undecided


mbl.is Eiður í landsliðinu gegn Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8-20% landrýmis í hættu

Þessi strókur er "skítugri" og hrikalegri en strókurinn úr Eyjafjallajökli.

Ásjóna gosstróksins er illileg og virkar hættuleg.

Hreinsibúnaði álversins í Reyðarfirði er viðkvæmur fyrir öskufalli og sett var í gang aðgerðaráætlun meðan á gosinu í Eyjafjallajökli stóð, sem vonandi heldur í dag. Undecided

Gosið á sér stað á afar viðkvæmum tíma í lífríki landsins. Sauðburður er hafinn, gróður er að komast á fullt skrið og fuglavarp gæti verið í hættu á óþægilega stórum hluta landsins. Crying

564713-ReuterÞetta með 8-20% -in er grófleg ágiskun mín, en til samanburðar er Vatnajökull um 8.000 ferkílómetrar, eða um 8% landsins.

"Drullubrunnurinn", Grímsvötn, með slóðann í kringum sig, gæti slagað hátt í 20.000 ferkílómetra, en megnið af skítnum fer á haf út sem stendur, sem betur fer.

En það getur breyst. Errm


mbl.is Engin breyting á gosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líkamleg snerting

Þessi íþrótt, ásamt flestum öðrum, byggist á líkamlegum styrk, snerpu, hraða og úthaldi, ásamt tæknilega útfærðum atriðum.

Þeir strákar sem eru komnir í landsliðið í handbolta 16-17 ára gamlir, hafa flestir hverjir tekið út dágóðan líkamlegan þroska.... svona miðað við meðaltalið í landinu.

Ég held að þetta sé ekki svo slæmt hjá stelpunum. Og hver segir að þær geti ekki unnið þá?! Wizard InLoveBlush W00t


mbl.is Konurnar töpuðu fyrir piltunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þreifað á andstæðingnum

Handboltinn er mikil snertiíþrótt, ólíkt sumum öðrum boltaíþróttagreinum, s.s. körfubolta. Á línunni verða oft harðir pústrar og þar er togað og klipið óspart ef hægt er að komast upp með það.

U17 ára landslið pilta fær það skemmtilega verkefni að glíma við íslenska A-landslið kvenna í handbolta. Ég hef grun um að piltarnir verði eitthvað feimnari að klípa og þreifa andstæðing sinn en hinar lífsreyndu dömur í A-liðinu. Blush

Þær munu örugglega skemmta sér vel. Joyful


mbl.is Tyrkirnir eru gostepptir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður athyglisvert að skoða hreindýrin

Lífríkið á Mið-Austurlandi hefur verið vaktað í heild sinni frá upphafi framkvæmda, allt frá virkjunarsvæðinu við Kárahnjúka, Fljótsdalshéraði, Héraðsflóa og að sjálfsögðu nágrenni verksmiðjunnar sjálfrar í Reyðarfirði.

Það verður athyglisvert að sjá hvort hreindýrastofninn sem þrífst næst verksmiðjunni, hafi orðið fyrir einhverjum skaða vegna flúormengunar. Umhverfismatið taldi hverfandi líkur á að um mengunarhættu yrði að ræða, en umhverfisverndarsinnar, með Hjörleif Guttormsson og Náttúruverndarsamtök Íslands í broddi fylkingar, töldu það ekki hafið yfir vafa og að "náttúran ætti að fá að njóta vafans."

Jæja, nú fær náttúran ekki bara að njóta einhvers vafa. Nú fær hún að njóta vísindalega nákvæmrar rannsóknar og sanngjarnra réttarhalda í framhaldinu.

Vonandi verður sýnum einnig haldið til haga úr rjúpnastofninum frá Mið-Austfjörðum (T.d. frá Vopnafirði til Breiðdalsvíkur.)


mbl.is Gera úttekt á áhrifum flúors á grasbíta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Osama.... Obama....

Þegar ég sá fyrirsögnina fyrst, þá datt mér í hug sá svarti.

obama


mbl.is Fundu klám hjá Osama
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband