Er það SMS næst?

Allir sjá sem vilja að lán án skilyrða, hvaðan sem það kæmi, gæti stefnt umsókn Íslands í ESB í hættu. Þá værum við lausir við þumalskrúfur AGS og samningsstaða okkar væri betri gegn Hollendingum og Bretum vegna Icesave. Fulltrúar þessara landa hafa sagt það berum orðum, am.k. við Lilju Mósesdóttur, að við getum gleymt aðildarumsókn ef við samþykkjum ekki þá nauðarsamninga sem að okkur er rétt.

Er Samfylkingin líkleg til þess að stofna aðildarumsókn Íslands í hættu? Svari hver fyrir sig.

Er líklegt að viðkvæmar viðræður við Norðmenn, sem valda titringi hjá nokkrum voldugum ESB-þjóðum, skili árangri með lauslegri fyrirspurn í tölvupósti? Hefði Jóhanna ekki alveg eins getað sent SMS? Shocking

3222472722_271fe1aa9b


mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Ég verð nú bara að segja eins og er að hún Jóhanna hefur reynst sterkari og öflugri leiðtogi en ég hafði þorað að trúa.

Upphrópanirnar, lýðskrumið og almennt auðvaldsprumpið í þeim moldríku pabbastrákum Bjarna Ben og Sigmundi Davíð er besta sönnun þess.

Andspilling, 10.10.2009 kl. 13:46

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Lítil rök í þessu hjá þér, eins og fyrri daginn

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 14:59

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Hvað koma rök þessu máli við Gunnar?

Ertu þá að vitna í þessa vel rökstuddu grein?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 10.10.2009 kl. 15:41

4 Smámynd: Andspilling

Gunnar skilur illa hugtakið rökhugsun því hann heldur að það sé rökhugsun að segja allt, hugsa allt og gera allt eins og Sjálftökuflokkurinn skipar til um hverju sinni.

Andspilling, 10.10.2009 kl. 16:49

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvað finnst þér þarfnast nánari rökstuðnings við, Axel?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 18:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband