Sorrý, sorrý

Þegar bankahrunið var að verða að hinum nöturlega veruleika fyrir ári síðan, þá var Geir Haarde og fleiri forystumenn Sjálfstæðisflokksins spurðir ítrekað af fjölmiðlamönnum hvort ekki væri rétt að biðja þjóðina afsökunar á orðnum hlut, því þetta gerðist jú á þeirra vakt. Geir sagðist ekki tilbúinn til þess, enda ekki á hreinu hvað hefði í raun gerst. Hann sagðist þó gera það ef niðurstaða rannsókarnefndar Alþingis kæmist að þeirri niðurstöðu að sökin væri hans.

Ekki gengu fjölmiðlamenn eins hart að forystumönnum Samfylkingarinnar, þó banka og fjármál þjóðarinnar væru á þeirra könnu og þrátt fyrir að viðvörunarbjöllur, og þá helst erlendis frá, byrjuðu ekki að gjalla að ráði fyrr en Samfylkingin komst í ríkisstjórn á vormánuðum 2007.

Auðvitað sváfu stjórnmálamenn á verðinum og þeir skulda allir með tölu þjóðinni afsökunarbeiðni, þó "sökin" væri ekki þeirra, en ég tek undir þau sjónarmið að það er betra að vita hverju verið sé að biðjast afsökunar á. Þess vegna er allt í lagi að bíða fram í nóvember þegar skýrsla rannsókarnefndarinnar liggur fyrir.

Margir hneiksluðust á viðbrögðum Geirs og félaga og sögðu þau sýna hroka og siðblindu. Jóhanna Sigurðardóttir skynjaði auðvitað viðbrögð almennings og nú sorrý-ar hún á báðar hendur við þau fáu tækifæri sem hún lætur svo lítið að sýna sig á almannafæri. Um daginn vegna Breiðavíkurmálsins og nú vegna bankahrunsins.

Og allir eru sáttir við Samfylkinguna.. hún kann nefnilega að biðjast afsökunar.

12-09-09


mbl.is Biður þjóðina afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andspilling

Heiðarlegt og drengilegt af Jóhönnu að biðjast afsökunar fyrir hönd forvera sinna sl. 18 ár og þá fyrst og fremst þeirra þjóðníðinga, Geirs Haarde, Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar.

Andspilling, 6.10.2009 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband