Landsliðsmaður?

Ég bloggaði um það fyrr í sumar, sjá HÉR , að mér finndist Atli Guðnason besti leikmaðurinn á Íslandi í dag. Hann er snöggur og fjölhæfur, á margar stoðsendingar og skorar slatta sjálfur.

Sumir segja e.t.v. að hann sé léttur og ekki nógu sterkur, en margir smáir en knáir knattspyrnumenn hafa skinið skært á stjörnuhimni fótboltans í gegnum tíðina. Má þar nefna Allan Simonsen hinn danska, Kevin Keegan og Paul Scholes. Scholes er reyndar svaka kubbur, þó hann sé innan við einn og sjötíu á hæð.

frh00365skb00261Af "nettum" íslenskum knattspyrnumönnum sem getið hafa sér gott orð á vellinum, má nefna Karl Þórðarson. Það var oft unun að fylgjast með Kalla Þórðar fífla andstæðing sinn upp úr skónum. Þetta fékk maður oft að sjá í landsleikjum á Laugardalsvelli hér í denn og íslenska hjartað tók kipp af fögnuði.

Ég segi að Atli Guðnason eigi klárlega að fá séns í landsliðinu.


mbl.is „Klárlega mitt besta sumar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband