Hvað er ljóð?

Það var ljóðatími í gær hjá 8. bekk í Grunnskólanum á Reyðarfirði þar sem nemendur áttu að skrifa fyrst ljóð um tilfinningar og síðan liti. Máttu þau vinna þetta án þess að velta fyrir sér rími og ljóðstöfum. Einum stráknum í bekknum leiddist þetta óskaplega og skilaði eftirfarandi til kennarans.

Hvað er ljóð?

Ljóð er drasl

sem er tilgangslaust basl.

Hugsar og hugsar, gerist ekki neitt,

aumingja tíminn, fór ekki í neitt.

Hugsar um gulan, rauðan og bláan,

helvítis ljóðið gerir mig gráan.

Endemis ljóðið er að klárast,

vegna þess að ég er að brjálast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Skemmtilegt ljóð, sennilega er tíma þessa efnispilts betur varið annars staðar en á skólabekk. Í dag eru alltof margir nemendur píndir til að sækja skóla, sjálfum þeim til mikilla leiðinda og engum til gagns.

Baldur Hermannsson, 9.5.2009 kl. 00:21

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þessi gæti orðið einn af þjóðskáldunum.  Kann að greina kjarnann frá hisminu.

Magnús Sigurðsson, 9.5.2009 kl. 09:05

3 identicon

Drengurinn er snillingur.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 10:04

4 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ásgeir Rúnar Helgason, 9.5.2009 kl. 16:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband