Málinu var einnig vísað frá dómi

5bbcc3b469e541Eftir að lögreglan hafði vísað máli yfirlæknisins á Eskifirði frá, ákvað framvæmdastjóri HSA, Einar Rafn Haraldsson að halda málinu til streitu og sendi málið áfram til Héraðsdóms Austurlands en þar var málinu einnig vísað frá. Yfirlæknirinn, Hannes Sigmundsson,  hefur mikinn stuðning íbúa Fjarðabyggðar og margir halda því fram að persónulegur illvilja Einars Rafns í garð yfirlæknisins ráði för. Bent hefur verið á að Einar, sem búsettur er á Egilsstöðum hafi róið að því öllum árum á sínum tíma að sjúkraflutningum í Fjarðabyggð yrði þjónað frá Egilsstöðum, en um 80 km. eru frá Egilsstöðum að sjúkrahúsinu á Norðfirði. Hannes barðist gegn þessum fyrirætlunum Einars Rafns af krafti og hafði betur.

Á myndinni er Einar Rafn Haraldsson og Helga Jónsdóttir, bæjarstýra Fjarðabyggðar að undirrita samning um sjúkraflutninga í Fjarðabyggð. Samkvæmt samningnum tók Slökkvilið Fjarðabyggðar að sér alla sjúkraflutninga í Fjarðabyggð fyrir HSA.


mbl.is Vill lausn í máli yfirlæknis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Bogi Sveinsson

Þetta er ekki rétt hjá þér. Hið rétta er að eftir að lögreglan á Eskifirði vildi ekki gefa út ákæru í málinu þá var þeirri ákvörðun skotið til Ríkissaksóknara, sem er lögbundinn kæruleið slíkra ákvarðana. Ríkissaksóknari komst að sömu niðurstöðu og lögreglan á Eskifirði. Það verður að fara með rétt mál.

Stefán Bogi Sveinsson, 7.5.2009 kl. 23:12

2 identicon

Veltið fyrir ykkur hvað myndi gerast ef ráðherrar ættu að skipta sér af einstaka starfsmannamálum á einstaka stofnunum hins opinbera. Er tíma ráðherra ekki betur varið í eitthvað annað.

Hvað ef íþróttafulltrúi í Mosfellsbæ er í átökum við einhvern, hvað ef slökkviliðsmaður á Þórshöfn er vant við látinn, hvað ef félagsráðgjafi í barnavernd nær ekki að anna öllum sínum málum, hvað ef hjúkrunarfræðingur á heilbrigðisstofnun á Húsavík er ósátt við aðbúnað sjúklinga og fleira í þessum dúr.

Leysið þetta málefni - þið sem berið ábyrgð á þessu.

Sverrir (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:41

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Gunnar, mig grunar að Einar Rafn helli nú ekki nema súrri mjólk í kaffi þitt í næzta 'sjallakafferí' kjördæmizins fyrir þezza færzlu.

Héraztubbar & fjörðúngar, gömul & ný saga, en illa þótti mér nú vegið að góðum dreng þar sem grandvar & heiðarlegur vinur minn Hannez Sigmarson er, fyrir auma pózdnúmerapólitík.

Steingrímur Helgason, 8.5.2009 kl. 00:06

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir leiðréttinguna Stefán en þetta breytir ekki aðalatriði málsins en rétt skal vera rétt að sjálfsögðu.

Sverrir, sveitarfélag með á fimmta þúsund íbúa lifir við öryggisleysi í heilbrigðisþjónustu vegna HSA. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar ákallar ráðherra um að skera á þennan hnút. Þetta er ekkert gamanmál.

 Steingrímur, ég hef reyndar ekkert sett mig sérlega vel inn í þetta mál en það eru ansi margir hér niðurfrá sem fussa og sveia yfir framkomu HSA undir forystu Einars Rafns í þessu máli. Þó ég telji mig hafinn yfir hrepparíg hér, þá er þetta mál með ólíkindum og maður spyr sig hvað liggi á bak við.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.5.2009 kl. 00:29

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Lítil samfélög á landsbyggðinni mega ekki við barnalegum hrepparíg. Leitt ef satt er. Í mínum huga og sem "aðkomumanni" búsettum í Reykjavík er samt alvarlegt ef heilt bæjarfélag er óánægt með stjórn HSA. Eitthvað virðist vera að stjórnunarháttum fyrst stór hluti Austfirðinga er svona óánægður. Einar verður að lægja þessar óánægjuraddir.

Guðmundur St Ragnarsson, 9.5.2009 kl. 00:06

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Guðmundur

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.5.2009 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband