Með sína áttina út í hverja löpp

anna_palaMér hefur alltaf fundist Anna Pála Sverrisdótti vera voða vinstri græn eitthvað, enda svo sem ekki langt síðan hún skipti yfir úr þeim flokki í Samfylkinguna. Anna Pála var ein þeirra sem öskraði af bræði á Ingibjörgu Sólrúnu í Ráðhúsinu, þegar hún var borgarstjóri í Reykjavík. Tilefnið var afgreiðsla R-listans í afstöðu sinni til Kárahnjúkaverkefnisins. Þá var Anna Pála ung vinstri græn, nú er hún ungur jafnaðarmaður. Hvað er hægt að vera ungur lengi ungur annars? 

FunnyHorseMunurinn er óljós á þessum tveimur vinstriflokkum þegar horft er til flokksmanna þeirra. Reyndar er VG fremur einsleitur flokkur hvað mannval varðar, en Samfylkingin er trunta, "með sína áttina út í hverja löpp", eins og Þorgeir Jónsson, bóndi og hestamaður í Gufunesi sagði eitt sinn, eftir að hafa skoðað meri og snarhætti við að kaupa.

Það er hægt að færa fyrir því rök að í ólíkum skoðunum innan eins flokks, geti falist styrkur. Það er a.m.k. styrkur Sjálfstæðisflokksins. En stór og breiður flokkur verður þó að geta gengið í takt. Að vera með sína áttina út í hverja löpp er ekki vænlegt til árangurs. Slíkur flokkur er ganglaus.


mbl.is Aðrir flokkar án peningastefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Hermannsson

Svona hundleiðinlegar sífrandi kommakellingar eru fæddar afgamlar.

Baldur Hermannsson, 28.3.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband