Opið bréf Davíðs

Bréf Davíðs er stílað á Forsætisráðherra, en augljóst er á yfirbragði þess að það er opið og til þjóðarinnar allrar. Davíð færir skotheld rök fyrir vitleysisganginum í öllu því ferli sem að hótunarbréfi Jóhönnu leiddi. Það verður spennandi að sjá hvað gerist í framhaldinu.

Mér sýnist Jóhanna hafi logið að þjóðinni þegar hún sagðist undrandi á því að ekki hefði borist svar frá Davíð í gær. Hún vissi að svars var ekki að vænta fyrr en eftir helgi.


mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð stendur nákvæmlega á sama um þjóðina og bréfið er alls ekki til hennar heldur er það til þín og annarra sem trúa á hann í blindni. Staðreyndin er sú að Davíð Oddsson færði siðleysi stjórnmálanna á nýtt stig; hann lét strengjabrúður sínar ráða frænda sinn og briddsfélaga í Hæstarétt og réði síðan sjálfan sig sem seðlabankastjóra -- og hneykslast síðan ógurlega á pólitískum afskiptum af Seðlabankanum. Davíð réð ekki við hlutverk sitt sem seðlabankastjóri og nú ræður hann ekki við að fara með góðu -- og þá er ekkert annað til ráða en að skola hann út með illu eins og hverri annarri óværu.

Guðmundur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 19:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það hefur hvergi verið bent á það með efnislegum rökum að Davíð hafi ekki ráðið við hlutverk sitt sem Seðlabankastjóri. Komdu með slík rök en ekki þetta dæmigerða hatursbull.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 20:18

3 identicon

Sammála þér Gunnar. Gott að einhverjir geti horft hlutlaust á þessa atburðarrás. Það er bara orðið IN að hata manninn. Hann fílar það bara og er bestur undir þannig pressu. Jóhanna þarf að vera ansi klók til að vinna úr þessari stöðu.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:19

4 identicon

Það þarf ekki annað en að benda á stöðu efnahagsmála á Íslandi í dag. Bankarnir hrundu á hans vakt -- hann segist hafa hvíslað að ráðherrum hvert stefndi, en ekki urðu aðrir varir við það hvísl (og reyndar neita ýmsir að þeir hafi heyrt í honum). Hann kom fram með frekju og grunnhyggni í fjölmiðlum í kjölfar hrunsins, þannig að stórskaðaði orðspor Íslendinga (var ekki einn í því skal tekið fram). Erlendir hagfræðingar hafa hneykslast á því að uppgjafastjórnmálamenn séu settir í þessa lykilstöðu fjárhagsstjórnarinnar og einn fremsti sérfræðingur í kreppumálum (fyrrverandi prófessor við Chicagoháskóla) kallaði seðlabankastjórana fífl -- sagði reyndar svipað um stjórnmálamenn landsins, en við höfum víst möguleika á velja betri í vor. En þetta snýst auðvitað ekki fyrst og fremst um hæfileika Davíðs (sem ég efast um) heldur það að hann ber bæði pólitíska ábyrgð á því hvernig fór (sem forsætisráðherra í 13 ár) og ábyrgð sem embættismaður og þá ábyrgð verður hann að axla eins og aðrir.

Guðmundur (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:48

5 identicon

Samantekt Helga Hjörvar. Ekki að þetta hafi nokkuð að segja davíðsköltinu.

1. Seðlabankinn er gjaldþrota. Stjórnendur hans töpuðu 150 milljörðum í óvarlegri lánastarfsemi til svokallaðra „óreiðumanna” í því sem kallað var ástarbréfaviðskipti. Þetta jafngildir hálfri milljón króna á hvert mannsbarn í landinu.
2. Seðlabankinn nýtti ekki góðu dagana til að byggja upp gjaldeyrisvaraforða í samræmi við vöxt fjármálakerfisins, þrátt fyrir ábendingar um nauðsyn þess, m.a. frá Þorvaldi Gylfasyni. Viðbúnaður bankans við fjármálakreppu var því í skötulíki.
3. Jafnvel í vor synjaði bankinn láni frá J.P. Morgan sem bauðst á góðum kjörum og nam hærri fjárhæð en aðstoð Alþjóðagjaldeyrissjóðsins nú. Lýsir það ótrúlegu vanmati á viðbúnaðarþörf.
4. Bankinn áttar sig ekki á hlutverki sínu í fjármálastöðugleika og beitti ekki stjórntækjum sínum til að hemja vöxt bankanna, heldur lækkaði þvert á móti bindiskyldu sem var mjög misráðið.
5. Seðlabankinn hefur nær aldrei náð verðbólgumarkmiði sínu frá því honum var sett það í upphafi aldarinnar.
6. Bankinn vanmat augljóslega áhrif of sterks gengis á neyslu og fjárfestingagleði og þar með þenslu.
7. Að geyma gjaldeyrisforða þjóðarinnar á Englandi eftir að Icesave-vandinn var ljós og hætta á frystingu hans, er líkt því að vera í sjóorrustu hjá skipstjóra sem gleymdi púðrinu í landi. Yfirsjónin ætti að varða við þjóðaröryggi.
8. Óviðunandi er að stjórnendur Seðlabankans hafi frétt það í London í febrúar sl. að íslensku bankarnir væru í alvarlegum vanda. Ætlast verður til þess vegna stöðu og hlutverks bankans að hann hefði átt að uppgötva það sjálfur og fyrr.
9. Óskiljanlegar eru ívilnanir hinn 15. apríl í tengslum við bindiskyldu vegna útibúa erlendis eftir þær upplýsingar sem Seðlabankinn hafði fengið í London.
10. Hafi Seðlabankinn fengið svo greinargóðar upplýsingar um stöðu bankanna í London er skýrsla bankans um fjármálalegan stöðugleika frá maí sl. beinlínis villandi upplýsingagjöf.
11. Ófaglegt er að engin viðbragðsáætlun hafi verið til í bankanum vegna fjármálakreppu.
12. Lækkun og hækkun vaxta á víxl jók ekki trúverðugleika.
13. Óheppilegt var og trúlega viðvaningsháttur að Seðlabankinn keppti við viðskiptabankana um fjármagn, m.a. með skuldabréfaútgáfu og í lánalínum.
14. Viðvaningsháttur var að bankinn þagði þegar fréttir bárust af því að hann væri ekki með í samningum norrænu seðlabankana við þann bandaríska. Að bankinn skyldi ekki ná samningum við þann bandaríska var nógu slæmt en þögnin jók á ótta og óvissu og gróf enn frekar undan trúverðugleika á ögurstundu.
15. Ákvörðun um ríkisvæðingu Glitnis var stórslys. Svo röng var hún að stjórnvöld vonuðust fljótlega eftir þroti bankans svo ekki þyrfti að efna samninga! Hve illa er þá komið fyrir trúverðugleika Seðlabankans?
16. Fum og fát í gengismálum dró enn frekar úr trúverðugleika og fagmennsku í Seðlabanka Íslands. Ákvörðun um að festa gengið við 175 stig verður lengi kennd sem hrapaleg mistök, enda lifði „staðfesta” bankans í gengismálum aðeins í tvo daga, því oftrúin á krónuna var svo víðs fjarri veruleikanum á gjaldeyrismarkaði. Hún hefur síðan fallið um tugi prósenta.
17. Kastljósviðtal við formann bankastjórnar hjálpaði ekki til við að verja stærsta fyrirtæki landsins, Kaupþing, falli.
18. Þyngra er en tárum taki ótímabær yfirlýsing Seðlabankans um svokallað Rússalán. Bæði spillti það mjög þeim lánasamningum sem Geir Haarde hafði átt frumkvæði að og einnig orðspori okkar á alþjóðavettvangi.
19. Fyrrnefnt Kastljósviðtal, sem m.a. var birt í Wall Street Journal, dró nokkuð úr trúverðugleika íslensks fjármálakerfis á viðkvæmu augnabliki. Einkum þau ummæli sem voru þýdd svo:…Iceland is „not going to pay the banks’ foreign debts”.
20. Óheppilegt var að seðlabankastjóri skyldi hóta stjórnarformanni stærsta fyrirtækis landsins knésetningu.
21. Óheppilegt er að seðlabankastjóri dylgi um viðskipti einstaklinga við bankakerfið og ástæður beitingar hryðjuverkalaga.
22. Óheppilegt er að seðlabankastjóri aflétti einhliða trúnaði af fundum sínum með forystumönnum ríkisstjórnarinnar og samningum við IMF.
23. Óheppilegt er að seðlabankastjóri veiti seðlabankastjórum annarra ríkja tilsögn í mannasiðum.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 20:48

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Seðlabankinn starfar undir stjórn, ábyrgð og eftirliti Forsætisráðherra, þó svo að hann eigi að heita sjálfstæð stofnun.

Seðlabankar vestrænna ríkja eru í sömu sporum og á Íslandi. Bankar eru að falla um allan heim og ríkissjóðir landanna moka fé í þá sem eftir standa. Sök okkar er að vera lítil og vanmátta. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 21:00

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tæki og afl Seðlabankans réðu ekki við ástandið, síðustu mánuðina fyrir hrunið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 21:21

8 Smámynd: Offari

Steingrímur afhverju gerðir þú ekkert til að koma í veg fyrir hrunið fyrst þú vissir að það myndi koma?

Offari, 8.2.2009 kl. 21:46

9 Smámynd: Offari

Já Var það ekki ríkisstjórnin sem réð bindiskylduni og hækkaði seðlabankinn ekki stýrivekstina til að slá á útlánaþenslu bankana? Ég er hræddur um að seðlabankinn hafi lítið geta gert líka.

Þú mátt ekki misskilja ég er í in hópnum sem vill að Davíð fari en ég tel ómaklega að honum vegið og að hann hafi reynt að gera sitt besta. Ég vill samt að hann fari til að flýta því að sátt náist í þjóðfélaginu.

Offari, 8.2.2009 kl. 22:15

10 Smámynd: Guðlaugur S. Egilsson

Gunnar, þú kallaðir eftir efnislegum rökum. Þú fékkst samantekt Helga Hjörvars um stjarnfræðilegt vanhæfi, sem er held ég besta samantektin á þessu sem ég hef séð. Ég bíð spenntur eftir efnislegum svörum.

Guðlaugur S. Egilsson, 8.2.2009 kl. 22:24

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi langloka Helga Hjörvars er svo viðvaningsleg og þetta hrynur eins og spilaborg við nánari greiningu. Ég tek bara hér eitt af handahófi:

-

15. Ákvörðun um ríkisvæðingu Glitnis var stórslys.

-

Svona upphrópanir eru dæmigerðar fyrir Samfylkinguna, varðhunda Jóns Ásgeirs. Bankaeigandans, sem valsaði með fjármuni hlutafjáreigenda í bankanum, öðrum fyrirtækjum sínum til framdráttar. Svindl og svínarí í skjóli Helga Hjörvars og félaga.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 22:55

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Og sumt af þessu er tittlingaskítur sem kemur falli bankanna ekkert við.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 22:56

13 Smámynd: Guðlaugur S. Egilsson

Nákvæmlega það sem ég bjóst við, að taka einn punkt sem lá nokkuð vel við höggi, rakka FORMIÐ niður (návæmlega sama taktík og Davíð er að nota á Jóhönnu), láta EFNIÐ eiga sig, og afskrifa allt heila klabbið í leiðinni.

Getur þú útskýrt, efnislega, hvernig ákvörðun um nálgun á ríkisvæðingu Glitnis var ekki stórslys? Ef fall hinna bankanna í kjölfarið eins og dominokubba var ekki stórslys, þá veit ég ekki hvað er stórslys.

Og kannski í leiðinni, svarað punkti númer eitt, um gjaldþrot seðlabankans? Efnislega takk.

PS. Er reyndar sammála þér með svínaríið hjá Jóni Ásgeiri og Glitni. Hefði hins vegar áhuga á að sjá efnisleg rök fyrir því að það hafi verið í skjóli Helga Hjörvars og samfylkingarinnar, því því er ég ekki sammála.

Guðlaugur S. Egilsson, 8.2.2009 kl. 23:09

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég ætla nú ekki að fara að rekja "kroseignatengsl" Baugsveldisins og Samfylkingarinnar fyrir þig. Þræðir þessara afla liggja þvers og kruss um allt þjóðfélagið og tengjast óhugnanlega víða.

-

Um fall Glitnis og ástæðu þess að Seðlabankinn vildi ekki hlaupa undir bagga með þrautavaralánin til hans, hefur verið mikið ritað og rætt í fjölmiðlum. Að sjálfsögðu finnast peningaspekúlantar sem segja að það hafi verið misráðið að lána ekki Glitni, en þeir spekúlantar komu oftar en ekki úr röðum eigenda bankanna. Þessar raddir eru þó óðum að hljóðna, eftir því sem meiri skítur kemur upp á yfirborðið þegar hrært er í þessu og skoðað.

-

Rannsókn fer nú fram á aðdraganda þessara skelfilegu tíma, en vinstrimenn virðast ekki hafa þolinmæði til að bíða eftir niðurstöðum þeirra rannsókna. Hvað er það sem hræðir þá svona mikið? Getur verið að þeir vilji taka af lífi sem flesta andstæðinga sína áður en niðurstaðan verður ljós?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 00:28

15 Smámynd: Guðlaugur S. Egilsson

Það er nú vandamálið, að það er kúkur í öllum hornum. Þú ætlar ekki að rekja krosseignatenglin fyrir mig segirðu. Nú, sjálfgefið svar hjá mér, er það kannski út af því að þau eru ekki til? ;-) Ég skal hins vegar rekja einn klíkuskap fyrir þig innan Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda bankahrunsins, sem setur jafnvægið í ábyrgð á bankahruninu nokkuð örugglega Sjálfstæðismegin í tilverunni. Nokkrum mánuðum fyrir bankahrunið var skrifuð skýrsla fyrir Landsbankann af Willem Buiter. Þessi skýrsla var talin nokkuð eldfim á þessum tíma, og ákvörðun háttsettra aðila í bankanum var að þessi skýrsla ætti erindi í seðlabankann og forsætisráðuneytið. Ekki viðskiptaráðuneytið, ráðuneyti bankamála. Þetta segir bara eitt, það er að Björgvin G. var ekki í "loopunni", var ekki treystandi af þeim hóp sem réði málum í öllum bankamálum. Ráðuneyti bankamála var því í raun í seðlabankanum og forsætisráðuneytinu, og ábyrgðin því að mestu leyti þar. Þó hefur ekki nokkur maður þar gengist við því.

Persónulega er mér ekki sérstaklega umhugað að taka einn né neinn af lífi. Mér er hins vegar umhugað um að ákveðnum hugmyndum og aðferðum verði rutt af sjónarsviðinu, eins og hugmyndinni um sjálftöku, yfirráð og ósnertanleika þeirra sem hafa áhuga og vit á stjórnun og fjármálum. Ég er ekki sérstaklega mikill vinstrimaður, nema af því að mér hefur alltaf staðið stuggur af gildum og siðferði því sem hefur verið ríkjandi í Sjálfstæðisflokknum.

Guðlaugur S. Egilsson, 9.2.2009 kl. 22:12

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af gildum og siðferði Sjálfstæðisflokksins. Eða eins og Hannes Hólsteinn orðaði svo skemmtilega: "Það var ekki kapitalisminn sem brást, það voru kapitalistarnir".

-

Ég get auðvitað ekki svarað fyrir hvernig svarað er fyrir skýrslu  Willem Buiter , en það er samt alsiða í bankaheiminum að upplýsingum um erfiða stöðu banka er haldið til hlés, vegna hættu á fjármagnsflótta, sem ein og sér getur riðið banka að fullu. En eins og ég sagði, bíðum eftir niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar.

-

Og varðandi tengsl baugsveldisins við Samfylkinguna... fjölmiðlarnir... fjölmiðlafrumvarpið...Borgarnesræðan.... Jón Ólafsson, merkin eru allstaðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband