Kristján Þór Júlíusson á Reyðarfirði

esb 003

Kristján Þór Júlíusson hét kynningu á afrakstri starfs Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins í Fjarðahóteli á Reyðarfirði í dag. Kynningin var mjög upplýsandi og skýrði ýmislegt óljóst fyrir mér. T.d. er ekki útlit fyrir að ESB-lönd komi hingað og veiði í fiskveiðilögsögu okkar, eins og margir harðir andstæðingar ESB-aðildar hafa haldið fram. Veiðiréttur þjóða í öðrum fiskveiðilögsögum byggist á veiðireynslu síðustu 30 ára og um slíkt er ekki að ræða hjá okkur, nema lítilsháttar hjá Færeyingum. Eitthvað þó í karfakvóta okkar af öðrum þjóðum.

Landbúnaðarmálin líta heldur ekki svo illa út fyrir mér eftir kynninguna. Ég vil benda á vefinn: http://www.evropunefnd.is/, en þar er hægt að nálgast málefnalega umræðu um þessi mál.

Það er auðvitað svo að margir hafa þegar tekið einarða afstöðu til málsins, með eða á móti, og það í öllum flokkum en sennilega er þó meirihluti landsmanna einfaldlega með opin huga fyrir málinu og vill láta reyna á það hvað í aðild raunverulega felst. Sumir virðast sjá frelsandi ljós í ESB-aðildinni og halda að öll okkar vandamál leysist, jafnvel bara með því að sækja um. Aðrir finna þessu allt til foráttu og segja þvert nei. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar er einn þeirra sem sér bjart og frelsandi ljós í Evrópusambandinu. Þangað vill hann fara, sama hvað tautar og raular og hvetur hann aðra til fylgis við þá skoðun, beinlínis með grátstafina í kverkunum. Frekar ótrúverðugur málflutningur það.

Hitt er annað mál að eins og staðan er í dag og reyndar eins og hún hefur verið í mörg ár, þá er aðild einfaldlega ekkert í kortunum þó við vildum það. Til þess eru of mörg atriði í ólagi hjá okkur og mikið og seinlegt verk fyrir höndum að laga það.


mbl.is Telja að óreiðumenn stjórni bönkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, eins og ég segi í pistilinum, þá trúi ég því að þannig sé þetta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 00:17

2 identicon

Ef þið eruð sjálfstæðismenn þá er staða okkar ykkur að kenna !!!!!!!!!

Eina sem getur hjálpað er eitthvað í líkingu við ESB !

Sjálfstæðisflokkurinn og allt það sem hann stendur fyrir er því miður sökudólgur, er það rétt að ástæða þess að íslenskt þjóð er stödd á þessum stað eru samþykktir ykkar sjálfstæðismanna ?

JR (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 02:32

3 Smámynd: Offari

Ég einhvernvegin hef alltaf viljað kenna þeim útrásarvíkingum sem bjuggu til hátt hlutabréfaverð til að geta veðsett meir og meir um ástandið. En ekki leppstjórnini sem var leidd í gildru.

Ég vissi því miður ekki af þessum fundi hjá Kristjáni en tel samt EB ekki neina lausn á vandanum því auðveldara er að fela spillingu í fjölmenni en fámenni.

Offari, 17.1.2009 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband