Ekki langrækinn?

Ég heyrði í útvarpinu áðan, viðtal við Guðjón Friðriksson í tilefni útkomu Forsetabókarinnar. Þar talar hann um að bæði Ólafur Ragnar og Davíð séu óhemju frekir menn en munurinn á þeim hafi þó verið sá að Davíð er langrækinn en Ólafur sáttfús.

Ja hérna! Mér hefur skilist á Guðjóni að hann þekkti Ólaf eittvhað persónulega, en því virðist vera víðs fjarri. Allir sem átt hafa einhver samskipti við Ólaf Ragnar vita að hann hefur minni fílsins, hann gleymir ekki. Margir hafa óþægilega orðið fyrir barðinu á fílsminninu hans, en auðvitað ekki þeir sem jarmað hafa í sömu tóntegund og hann. Sei sei nei.


mbl.is Afhending bóka dróst af gildri ástæðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég heyrði af mörgum vinstrimönnum sem alls ekki þoldu ÓRG, en kusu hann með glöðu geði í forsetastól... bara til að losna við hann úr pólitík

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2008 kl. 18:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband