Nýtt nafn, sama kennitala

Alþingishúsið.Ég gat nú ekki annað en brosað þegar ég las fréttatilkynninguna og sá hverjir eru forsvarsmenn barráttufólks um betri kjör á Íslandi. Jú, trukkabílstjórar! Hér eru skilaboð frá mér til þeirra:

Vinsamlegast komið ekki óorði á göfug baráttumál alþýðunnar á Íslandi. Þið eruð óæskilegur málsvari hennar. 


mbl.is Boða fólk á Austurvöll til að mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru þó allavega að gera e-ð, ekki bara að væla á netinu eins og sumir...

Svo er nú ekki mark takandi á þeim sem segja Reyðarfjörð höfuðstað Austurlands.

Elís Óttar Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 12:04

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er ekki sama hvaðan gott kemur, erum við ekki öll jöfn?.

Trukkabílstjórarnir riðu á vaðið og er ég stolt af þeim fyrir það,
en eigi er ég meðfylgjandi ofbeldi að neinu tagi, enda voru það
ekki þeir sem sýndu það við Rauðavatn á dögunum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.5.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Jáááá...

...hverjir eru þá betri málsvarar? Þingmenn Samfylkingar sem eiga andskotan nóg af kvóta undir sæti? Þingmenn Vinstri Grænna sem eru upp til hópa samskonar Kommúnistar og þeir sem Willie Brandt lýsti. XD? XB? Held ekki.

Verkalýðsforystan sem eru kommúnistarnir sem Willie Brandt lýsti, nema bara kommúnistarnir sem Brendan Behan óskaði sér að vera (I wish I was a rich communist)? 

Hverjir þá?

Þetta eru alþýðumenn, ég held að þeir megi svara fyrir sjálfa sig og ef þú ert of siggróinn til þess að sjá fegurðina í því að menn rísí upp af sjálfsdáðum og berjist fyrir eigin kjörum og rétti held ég að þú sért laus við bæði H-in sem Brandt varð rætt um.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.5.2008 kl. 13:05

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er bara að segja að ég vil þá ekki sem forsvarsmenn hagsmuna almennings. Til þess ber ég of mikla virðingu fyrir þeim hagsmunum og vil ekki eitthvert ruglumbull.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 13:06

5 Smámynd: Helgi Þór Guðmundsson

Ég gat nú ekki annað en brosað þegar ég las fréttatilkynninguna og sá hverjir eru forsvarsmenn barráttufólks um betri kjör á Íslandi. Og svo í framhaldinu bloggfærslu þína Nýtt nafn, sama kennitala. Jú, Gunnar Th. Gunnarsson! Hér eru skilaboð mín til þín:

Hættu að meta hver eru göfug baráttumál alþýðunnar á Íslandi. Þú ert óæskilegur málsvari hennar.

Spurning um að þú haldir bara áfram að taka til í garðinum þínum og skutla austfirðingum á milli staða því að kjaramálin þurfa síst af öllu á manni eins og þér að halda sem felur sig á bakvið bloggsíðuna og gerir ekki rassgat. Komdu með góða hugmynd um hvernig er hægt að bæta málin áður en þú skítur út annara aðferðir.

Mér finnst afar áhugavert að þú hafir þekkingu á notkun bold og underline í vefmiðlum og spurning hvort það muni ekki nýtast þér vel í baráttu alþýðunnar ?

Helgi Þór Guðmundsson, 14.5.2008 kl. 13:09

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Og já. Sem Austfirðingur verð ég að biðja þig að taka niður toppmyndina. Þú ert óæskilegur málsvari Austfirðinga sem langsamlega flestir létu heyra í sér...

...en kvöbbuðu ekki bara við lyklaborðið eins og einhverjir aðfluttir andsk... 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.5.2008 kl. 14:09

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Helgi, ég er ekki málsvari alþýðunnar, en ég tilheyri alþýðunni og tala fyrir mínum skoðunum á mínu bloggi. Það er orðið langt síðan ég starfaði fyrir verkalýðsfélag og ég hef ekki hugsað mér það aftur í bráð. Mér finnst sjálfsagt að mótmæla kaupmáttarrýrnun undanfarinna vikna, ég vil bara hafa bæði kröfurnar og umræðurnar um þær á vitrænum nótum. Um það er Sturla Jónsson og félagar ekki færir um.

Harpa, ég hef sjálfur verið trukkabílsstjóri í mörg ár og kannski þess vegna veit ég að barátta Sturlu og félaga snýst ekkert um hagsmuni launþega í stéttinni. Þarna eru einfaldlega atvinnurekendur á ferð sem eru að berjast fyrir sínum eigin hagsmunum.

Einar Valur, ekki veit ég hvernig þú færð það út að ég sé málsvari Austfirðinga!

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 16:40

8 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Mér fannst þetta álíka málefnalegt og að skjóta því að einhverjir aðrir séu að ákveða hverjir séu ekki æskilegir.

Hver ert þú að hafa það embætti að ákveða hver er verðugur málsvari vinnandi fólks í landinu?

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.5.2008 kl. 16:46

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bara að segja mína skoðun Einar Valur, til þess er bloggið m.a.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 17:15

10 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bara hiti í mannskapnum. En það vill nú þannig til að þetta er "eldhúsborðið" hans Gunnars, hans blogg, hans svæði þar sem hann viðrar sínar skoðanir. Leiðinlegt þegar fólk getur ekki komið með sín mótrök eða skoðanir á sæmilega kurteisan hátt og persónulegt skítkast þykir mér yfirleitt segja meira um dreifarann en túnið.

En ég verð svo að bæta því við í restina að ég er ósammála þér með þetta, Gunnar. Þekki ekki Sturlu og félaga nema af myndum og úr fréttum en þeir brutu í það minnsta fyrstu vakirnar í dauðyflisísinn sem almenningur hafði skautað á tautandi árum saman án þess að hreyfa á sér rassgatið. Hvort að Skúli og co komi svo til með að leiða breiðfylkingu launafólks og almennings þegar lengra er komið er svo allt önnur saga og engan vegin afgreitt mál.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.5.2008 kl. 19:57

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hehe, ég get alveg tekið undir þetta Helga Guðrún. Kannski vöktu trukkararnir fólk af værum blundi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 21:51

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Harpa, ég ber fulla virðingu fyrir einyrkjum í stéttinni og þekki marga úr þeirra hópi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 14.5.2008 kl. 22:27

13 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Cool Ride Leiðrétting: Hvort að Skúli og co komi... (Skúli Skúla er enn ofarlega í hjarta)átti náttúrlega að standa Sturla og co  

 Bow arrow-Helga Höttur, Skíriskógi

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.5.2008 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband