Á hljómsveitin að heita þetta?

Eyþór Ingi Gunnarsson ásamt Bubba Morthens eftir að hafa...Bandið hans Bubba spilar fyrir dansi! Neee... getur það verið? Á Bubbi hljómsveitina? Er hann í henni?

Jens Guð hefur staðið fyrir nokkrum skoðanakönnunum á bloggi sínu, m.a. um besta hljómsveitarnafnið, en ég man ekki hvort hann hefur gert einhverja um versta nafnið. Ef slík skoðanakönnun á eftir að koma hjá honum, þá hlýtur "Bandið hans Bubba", að koma sterklega til greina.

Eyþór er vel að sigrinum kominn. Hann er glettilega góður söngvari miðað við aldur og með vítt raddsvið. Persónulega finnst mér hann syngja fullmikið í gegnum nefið, en það er vel hægt að breyta því.

Mér skilst að bæði Eyþór og Arnar hafi tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra og þá hafi sama niðurstaða fengist. Eyþór vann og Arnar í öðru sæti.


mbl.is Eyþór hreppti stöðuna í Bandinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eyþór er náttúrlega Dalvíkingur, Gunnar minn. Blink blink!

Þorsteinn Briem, 19.4.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já og þar ku vera góð fiskisúpa

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.4.2008 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband