Gyðingagettóið í Krakow og Schindlers List

15. júní

Fyrsti dagurinn án hinna, var sá heitasti í Póllandi til þessa. Hitinn fór í 37 gráður og þetta var dagurinn sem við löbbuðum mest! Það var þó bót í máli að að svolítil gola gerði lífið bærilegra auk þess sem við reyndum að ganga skuggamegin í strætunum.  Okkur langaði að skoða Gyðingagettóið í Krakow en lentum í smá misskilningi en við fundum þó allt að lokum með korti og smá leiðsögn. Kazimierz hverfið er heimsfrægt og eldgamalt Gyðingahverfi. " Płaszów concentration camp" er hinu megin við ánna Vislu þó ekki sé nema fárra mínútna gangur á milli og þar er einnig Verksmiðja Schindlers (Schindlers list).

042

Mörg húsanna í hinu fræga Kazimierz hverfi eru í niðurníðslu en öðrum haldið við en þetta Gyðingahverfi er eitt það elsta sinnar tegundar í heiminum. "The key to the understanding of the popularity that Kazimierz enjoys today is its unbelievable and lasting tolerance: two nations and two great religions existed here for centuries in harmony" eins og segir á einum stað á netinu, sem ég gúgglaði upp.

043

Sjaldan hafa íslenskir karlmenn verið jafn áfjáðir í að setjast við saumavélarnar Singer og Pfaff Grin. Sniðug borð á veitingastað og okkur fannst við ekki geta gengið framhjá þessu án þess að fá okkur kaldann þó kl. væri ekki nema hádegi Wink. Viðar er eins og boxari að koma úr 12 lotu bardaga. Hitinn var mikill og þetta var svooooo svalandi.

045

Hvar er verksmiðja Schindlers eiginlega? Hildur og Alla rýna í kortið við ánna Vislu046

Oskar Schindler fundinn! Safnið er hvorki fugl né fiskur, en gaman að hafa komið þarna. Ýmsar upplýsingar var þó að finna þarna um Schindler, verk hans og Gyðingasamfélagið í Krakow. Margir hafa séð hina rómuðu Óskarsverðlaunamynd "Schindlers List" með Liam Neeson í aðalhlutverki. 

Um 60 þús. Gyðingar voru í Krakow í upphafi seinna stríðs og voru þeir um fjórðungur íbúa borgarinnar. (Í dag eru íbúar Krakow um 800 þús) Aðeins 5% Gyðinganna lifðu stríðið af eða um 3.000 manns. Oskar Schindler bjargaði um 1.100 þeirra en hann var Mótmælandatrúar, Þjóðverji og meðlimur í Nasistaflokknum. Schindler lifði léttu og munúðarfullu lífi og efnaðist hratt á verksmiðjunni því hann réði eingöngu Gyðinga til starfa hjá sér vegna þess að þeir voru ódýrasta vinnuaflið. Enginn veit með vissu hvers vegna Schindler fór að bjarga starfsmönnum sínum en sögusagnir eru um að þegar hann gerði sér grein fyrir því að útrýma ætti öllum Gyðingum, þá hafi hann breyst. Í október 1944 fékk hann í gegnum sambönd sín og mútugreiðslur, leifi til þess að flytja verksmiðjuna ásamt starfsmönnum sínum til Brunnlitz í Moravíu (Tékkóslóvakíu). Einn hópur kvenna úr verksmiðju hans var sendur fyrir mistök til Auschwitz en honum tókst með harðfylgi að endurheimta þær úr dauðabúðunum. Talið er að það hafi kostað hann umtalsverða peninga.

Eftir stríð, reyndi Oskar Schindler fyrir sér í ýmsum viðskiptum, en allt misheppnaðist hjá honum. Gyðingarnir sem hann bjargaði stofnuðu þá sjóð honum til handa og í raun sáu þeir fyrir honum til dauðadags. Hann ferðaðist oft til Ísraels og þar var hann jarðsettur árið 1974. Tíu árum áður var hann heiðraður orðu "For the Righteous Among the Nations" og á orðuna var letrað "Sá sem bjargar einu mannslífi, bjargar veröldinni".

054050

 

 

 

Safnið er í raun bara einn salur með myndum og upplýsingum um sögu Oskars Schindlers. Við skrifuðum öll í gestabók safnsins.

Þegar við höfðum skoðað Schindlers safnið voru allir orðnir svangir, þreyttir og þyrstir. Stefnan var tekin til baka yfir Vislu í átt að stórri verslunarmiðstöð þar sem við fengum okkur að borða á útiveitingahúsi. Maturinn olli ekki vonbrigðum frekar en fyrri daginn og þar sem ég er sérlegur áhugamaður um mat og matargerðalist, þá tek ég gjarnan myndir af matnum sem ég borða þegar ég er í útlöndum. Það er ágætis regla því þá halda þjónarnir að maður sé blaðamaður á einhverju "Gourme" tímariti og vanda sig sérlega við þjónustuna við mann hehe.

057058

 

 

 

 

 

 

Djúpsteiktur Camenbert m/saladi og glóðarsteiktar kjúklingabringur vafðar beikoni og sólþurrkuðum tómötum, mmmm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunni!  Stálminni og leiftrandi frásagnarlist. Þakka þér fyrir upprifjunina og frábæra ferðasögu. Þóroddur og Hildur

Þóroddur, Singeraðdáandi (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 21:31

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Glæsileg hugmynd að þykjast vera blaðamaður á veitingastöðum erlendis... kannski ég taki nokkur viðtöl næst.

Anna Einarsdóttir, 26.6.2007 kl. 18:07

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Skemmtileg blog hjá þér! Snilldarmaður á ferð, greinilega.

Ólafur Þórðarson, 27.6.2007 kl. 02:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband