Líkir leikmenn

Ég horfði að venju á "Messuna" á St2 sport í gærkvöldi. Mér finnst þeir skemmtilegir, Gummi, Hjörvar og félagar. 

Þegar þeir fjölluðu um leik Tottenham og Burnley barst Harry Kane, miðjumaður Tottenham eðlilega til tals. Hann hefur verið mikilvægur hlekkur í Lundúnaliðinu ásamt Cristian Ericsen, Dananum knáa. 

Harry Kane er ótrúlega þroskaður leikmaður miðað við 21 árs gamlan strák og Hjörvar Hafliðason hefur lengi haft trú á honum. Meira að segja í fyrra, þegar Kane tók byrjunarliðssætið af Gylfa, stráksláninn, eða var settur inná af bekknum og Gylfi fékk ekkert sð spila, talaði Hjörvar hlýlega um drenginn.

Hjörvar benti réttilega á líkindin með Thomas Muller og Harry Kane. Þó Kane sé enginn "glamour" leikmaður, ekki með sérstaklega fallegar hreyfingar eða með neina sérstaka tækni, þá er hann vinnusamur og með ótrúlega gott markanef, ekki ósvipað Muller. En Muller er þó skrefi framar, enda 4 árum eldri. 

Svo kom Hjörvar með gullkorn:

" Thomas Muller er betri útgáfan af Harry Kane "

muller-kane

 


mbl.is „Góð lið í kringum okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband