STOP

stop

"Íslensk málnefnd gerir alvarlegar athugasemdir...."

Þeim þykir væntanlega að "CLOSED" sé stórhættulegt íslenskri tungu en þeim hefur þá alveg yfirsést alþjóðlega umferðarmerkið "STOP"

Þeir hljóta að vilja banna það FootinMouth


mbl.is Bannað að birta „CLOSED“ á ljósaskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru eitthvað hræddir um að það myndi koma fram misskilningur og þegar að Íslendingarnir sjá merkið og eru í spreng eða við það að gera í buxurnar, þá haldi þeir áfram framhjá skiltinu í leit að klósetti.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 17:17

2 identicon

Ef það fylgja ekki frekari útskýringar á því afhverju á að stoppa þá er stoppmerkið algerlega tilgangslaust, nema að það sé á gatnamótum.

Maron Bergmann Jónasson (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 18:56

3 identicon

90% af þeim sem þarf að bjarga úr hrakförum eru útlendingar og þetta kostar samfélagið milljónir fyri utan vinnutap fyrirtækja, sem er ómælt, þar sem björgunarmenn vinna.

Það er ekki hægt að vera á tveimur stöðum í einu.

Flestir íslendingar á flandri innanlands eru meðvitaðir um væntanleg óveður og geta þar að auki veitt sér upplýsingar í gegn um síma.

Íslendingar eru það vanþróaðir í skipulagi og þjónustu að þeir bjóða útlendingum ekki upp á þessa þjónustu , ekki ferðaþjónustur, veðurstofa eða vegagerð. Þessvegna er sjálfsagt að hafa aðvörunarskilti á erlendu tungumáli.

V.Jóhannssonv (IP-tala skráð) 20.9.2013 kl. 20:49

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svo er spurning hvort þeir vilja ekki banna "Coast guard" á skipum Landhelgisgæslunnar og "Police" á löggunni.

-

Brjálað að gera hjá málverndarmönnum

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2013 kl. 21:25

5 Smámynd: Aztec

Hvers vegna gerir Íslenzk málnefnd ekki líka athugasemdir við það að skilti og tilkynningar í strætisvögnum séu nær eingöngu á erlendum tungumálum (pólsku, ensku, dönsku, sænsku) eða að innihaldslýsingar á innfluttum vörum eru nær aldrei á íslenzku. Í Irisbus-vögnum stendur t.d. ekki "neyðarútgangur" á íslenzku á lofthlerunum, heldur pólsku. Einhver í Warszawa hefur svo hugsað sig um og bætt við litlum miða þar sem stendur "Emergency Exit". Er ekki gert ráð fyrir íslenzkum farþegum, bara af því að helmingur bílstjóranna er pólskur, sem skilur ekki íslenzku?

Ísland er eina landið í heiminum sem ekki krefst þess að tungumál þjóðarinnar sé jafnrétthátt erlendum tungumálum.

Aztec, 20.9.2013 kl. 21:47

6 Smámynd: Aztec

Er þessi bæling móðurmálsins vegna:

a. Meðvirkni?

b. Undirlægjuháttar?

c. Hræðslu við að vera úthrópaður þjóðernissinni af vinstrivilluflokkunum og krötunum?

d. Skömm yfir að vera þjóð með eigið tungumál? (Sjá lið c.)

Aztec, 20.9.2013 kl. 21:53

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"EXIT" í bíóum.... og nánast allstaðar

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.9.2013 kl. 22:53

8 Smámynd: Aztec

Í Króatíu eru lög sem segja, að allar tilkynningar og merkingar eiga að vera á serbó-króatísku fyrst (efst), kannski bæði með latnesku og kyrillisku letri. Síðan er leyfilegt að hafa þýðingar á öðrum tungumálum (þýzku/ensku/ítölsku), en ekki skylt.

Margar vörutegundir á ferðamannastöðum hafa einungis innihaldslýsingu á króatísku. Sem er ástæðan fyrir því að margir túristar kaupa raksápu í staðinn fyrir þeyttan rjóma og öfugt.

Aztec, 20.9.2013 kl. 23:09

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Merki geta misskilist eins og dæmin sanna. Ein stærsta fjöldahreyfing Bretlands er miðaldra konur (og instaka karl) sem standa við gangbrautir með skilti sem á stendur letrað: "Stop children crossing". Hreyfingin virðist ekki hafa náð sérstökum árangri því börnin beinlínis streyma yfir gangbrautir þar sem skiltin sjást.

Brynjólfur Þorvarðsson, 21.9.2013 kl. 09:36

10 identicon

http://adf.ly/IugqI

Jónas Steinn (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 10:58

11 Smámynd: Aztec

Síðasta athugasemd vísar í spamsíðu, sem hefur ekkert með umræðuefnið að gera.

Aztec, 21.9.2013 kl. 13:11

12 Smámynd: Jens Guð

  Íslensk málnefnd er ein af fjöldamörgum nefndum sem má leggja niður.  Er aðeins til óþurftar og leiðinda,  eins og mannanafnanefnd og margar fleiri.  Það þarf að taka rækilega til í þessu ríkisrekna nefndarfargani.  Nefndirnar eru víst um eða hátt í 500 og launaðir nefndarmenn nokkur þúsund. 

Jens Guð, 23.9.2013 kl. 00:28

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála, Jens

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.9.2013 kl. 07:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband