Fyrsti löggubíllinn á Snæfellsnesi

Faðir minn var lögregluþjónn í Stykkishólmi árin 1965-1969. Lögreglan á Snæfellsnesi hafði þá ekki haft sérstaka lögreglubíla til umráða, en 1965 eða 66 komu tveir eða þrír svona, í Stykkishólm, Grundarfjörð og gott ef ekki einn á Ólafsvík líka.

Þarna stendur faðir minn við nýkominn löggubílinn. Ég þvældist víða í ævintýralegum ferðum um Snæfellsnesið með honum pabba á þessum bíl. Þessi var bara með afturhjóladrif en mig minnir að Grundarfjarðarbíllinn hafi haft drif á öllum.

pabbi - P 608


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband