Dulgrænn litur? Lítill og lítt nýttur fiskur áður

 Niðurstöður um ástand fiskistofna og landrofs eru nokkurra mánaða gamlar og þessar upphrópanir núna er pólitískt upphlaup vinstrimanna í aðdragandi komandi kosninga. Nú spretta þeir fram, hver af öðrum og segja; "sko, ég sagði þetta!" og fá sjálfsagt einhver atkvæði út á það.

Ég hef nú ekki haft Lagarfljót fyrir augum mér daglega en sennilega að meðaltali vikulega í 23 ár. Ég man ekki eftir því að liturinn á fljótinu fyrir virkjun hafi nokkurn tíma verið "dulgrænn". Ljós steingrár, kaldur og líflaus hefur liturinn verið, ekki ósvipaður litnum í Blöndu. Ég var á leiðinni til Egilsstaða frá Reyðarfirði í morgun þegar þessi frétt var lesin í útvarpinu. Farþeginn í bílnum hjá mér hló við þegar hann heyrði þessa lýsingu, en hann er fæddur og uppalin á bökkum fljótsins

Talað er minnkandi fisk í fljótinu. Góð vinkona mín hér á Reyðarfirði er einnig  ættuð og alin upp á bökkum Lagarfljóts. Hún sagði mér að stundum hefðu netastubbar verið lagðir í fljótið til að fá bleikju í reyk. Ekki var hægt að nýta fiskinn öðruvísi, því ferskur var hann bragðvondur, ræfilslegur og glær, auk þess sem aldrei hefði verið nein veiði að ráði í fljótinu. Aflatölur frá ýmsum stöðum úr fljótinu fyrir virkjun voru á bilinu 30-150 fiskar á ári svo söðullinn er nú ekki hár úr að detta. Því fer þó fjarri að fiskurinn sé horfinn.

  Það er lítil eftirsjá í fiskinum, en öðru máli gegnir um annað í lífríkinu, s.s. fugla. Ekkert bendir þó til enn sem komið er að þeim hafi farið fækkandi vegna breytinga í fljótinu. Mælingar hafa þó sýnt að hávellu hafði fækkað á tímabili, en sveiflur hafa alltaf verið miklar í þeim fuglastofni á fljótinu, auk þess sem hávellinu hefur fækkað mikið á landinu öllu og hafa fræðingar leitt að því getum að hlýnandi veðurfari sé um að kenna.

Landbrot er líklega heldur meira en búist var við, en 24% bakka fljótsins, sem eru að mig minnir um 150 km. langir til sjávar, hafa orðið fyrir áhrifum þess. Að mestu litlum þó og ekki ýkja alvarlegum nema á örfáum stöðum. Mest eru áhrifin neðarlega í fljótinu.

Það er ámælisvert ef Landsvirkjun hefur ekkert gert til mótvægis við breytingar á fljótinu, en væntanlega stendur það til bóta eftir þessar fréttir, þó ýkjukenndar séu.

Viðbót: Í matsskýrslu LV frá árinu 2004 HÉR , segir eftirfarandi:

"Landbrot með Lagarfljóti er nú mjög misjafnt. Milli Lagarfoss og Steinboga er það mjög takmarkað og staðbundið en það er hinsvegar talsvert á flatlendinu neðan við Steinboga þar sem áin er mjög bugðótt."

Þetta eru niðurstöður rannsókna áður en virkjunin tók til starfa. Það má því með góðum rökum draga í efa að núverandi landbrot sé allt tilkomið vegna hennar.


mbl.is „Vatnasvæðið verulega laskað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ertu litblindur Gunnar eða heldurðu kannski að Landsvirkjun sé að ljúga upp á sjálfa sig í pólitískum tilgangi?

Magnús Sigurðsson, 12.3.2013 kl. 15:51

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sá sama lit og þeir sem hafa búið þarna í áratugi. Sá litur var ekki "dulgrænn", hann var ljósgrár. Í dag er fljótið ljósbrúnt/drapplitað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.3.2013 kl. 16:11

3 identicon

Það er áhugavert hvað Gunnar gerir lítið úr þessu en það var svo svo sem ekk von á öðru. Skoðanir hans mótast af því að verja stóriðjuna út í eitt. Ég er alinn upp við Lagarfljótið, neðan Largarfoss og ég hef marg oft séð þennan dulgrænan lít. En Fljótið breytti oft um lit, eftir framburði, líklega og svo auðvitað birtu. Gunnar gerir auðvitað lítið úr lífríkinu í Lagarfljóti enda hentar það hans málstað. En ég veiddi margan laxinn í net í Fljótinu áður fyrr og silung auðvitað. Ég man eftir eitt sumarið mokveiddi ég í tvö net minnir mig, iðulega um 30-40 silunga á dag. Menn sem ekki þekkja til eiga að hafa vit á að fullyrða ekki út í loftið, það verð ég að segja

Daus (IP-tala skráð) 13.3.2013 kl. 17:29

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er að tala um Löginn. Margar fallegar og tærar hliðarár koma í fljótið og gera það jafnel tært í afmörkuðum lænum.

Ég geri ekki lítið úr því ef lífríkið, t.d. fuglar bera mikinn skaða af þessu á svæðinu. Ég tel hins vegar að lítil eftirsjá sé í bleikjunni í Leginum

(ofan Lagarfoss)

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.3.2013 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband