Endurskinsmerki í Leifsstöð fyrir norðurljósaferðamenn

Ég ók frá Reyðarfirði til Reykjavíkur í gærkvöldi og hef sjaldan séð eins stórkostlega fallegan stjörnuhiminn. Við Vík í Mýrdal var mikið norðurljósahaf í norðri og þegar ég kom vestur fyrir Vík og upp veginn yfir Reynisfjall, birtust skyndilega 4 gangandi vegfarendur við veginn. Mér brá mjög því fólkið var ósýnilegt þar til rétt áður en ég kom að því.

Ég er nokkuð viss um að þetta voru erlendir ferðamenn  í norðurljósaskoðun. Endurskinsmerki hefðu verið við hæfi og spurning hvort ferðamálayfirvöld þurfi ekki að kynna þau fyrir ferðamönnum sem koma til landsins í svartasta skammdeginu.


mbl.is Slysahætta í Norðurljósaskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband