Verðum góðir eftir 2-3 ár

Eftir að Lars Lagerbeck tók við íslenska liðinu er ég hættur að vera pirraður eftir leiki liðsins, jafnvel eftir tapleiki. Ástæðan er einföld; liðið spilar mun betri fótbolta en áður og þorir að halda boltanum og sækja fram. Leikmennirnir geisla af baráttu og áræðni.

Ég var að spila bridge á netinu í gærkvöldi á BBO.com og fékk makker frá Sviss. Við spjölluðum aðeins um leikinn og sá svissneski sagði að við yrðum með hörkugott lið eftir 2-3 ár. Leikmennirnir væru ungir og mjög efnilegir og það yrði gaman að sjá hverju fram vindur með liðið.

Ég er algjörlega sammála honum.... spennandi tímar framundan. Líkurnar á því að við komumst til Brasilíu eru reyndar sáralitlar eftir tapið gegn Sviss, en það verða fleiri undankeppnir á næstu árum.


mbl.is Vilja meira með þetta lið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband