Hálmstráið var laxinn

Fyrst var það Urriðafoss. Hann átti að búa yfir ómetanlegri fegurð og draga að sér ógrynni ferðamanna.

Þegar sú fullyrðing fékk lítinn hljómgrunn meðal almennings, þá kom fullyrðing um ómetanlegt gróið land sem færi undir uppistöðulón.

Þegar almenningur tók ekki undir það, þá var það laxinn. Einstæður laxastofn (sem aldrei var talað um áður) yrði í bráðri hættu. Þessu var slegið fram og fullyrt með fulltingi Orra Vigfússonar. Rannsóknir Landsvirkjunar bentu til að vissulega yrði laxastofninn fyrir áhrifum, en fjarri því að hann væri í einhverri hættu, enda gerðar viðeigandi ráðstafanir.

Nú skulu öll áform um virkjanir í neðri hluta Þjórsár, settar í bið. Náttúran á að njóta vafans.

Aðferðarfræðin er alltaf eins. Þegar ein fullyrðingin er hrakin þá kemur bara önnur... og svo önnur og önnur. Þannig var það í baráttu þessa fólks gegn Kárahnjúkavirkjun. Hver bomban af annarri.

Síðasta hálmstráið í þeirri baráttu var að fá erlenda konu sem titlaði sig verkfræðing til að segja þjóðinni að stíflan við Kárahnjúka væri dauðagildra sem gæti brostið.


mbl.is Virkjanir í Þjórsá settar í biðflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.4.2012 kl. 00:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband