Hefur þetta gerst áður á Íslandi?

9 ára drengur villtist í skógi í Heiðmörk.

Ótal margar sögur eru til af fólki erlendis sem villst hefur í skógum og jafnvel aldrei fundist aftur. Ég man hins vegar ekki eftir að það hafi gerst á Íslandi að fólk hafi villst í skógi, fyrr en nú.

Ég hef villst í þoku á heiðum uppi tvisvar sinnum en reyndar í stutta stund í bæði skiptin. Það var mjög óþægileg tilfinning og ég get vel ímyndað mér að það sé ekki betra að villast í skógi og örugglega hræðilegt fyrir 9 ára barn.

Ég held að það muni aldrei gerast að fólk villist svo kyrfilega í skógi á Íslandi, að það finnist ekki aftur, en maður þarf ekki að villast lengi og verða meint af, ef maður er illa búinn til útivistar. Kannski það þurfi að fara að kenna börnum á Íslandi að umgangast skóga. Lífsleikni í námskrá grunnskóla kemur þar sterk inn.

skógur


mbl.is Þrjú börn villtust í jólaskóginum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hefur nú verið venjan hingað til  ef maður hefur tapað áttum í íslenskum skóg að standa bara upp .

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 06:33

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einmitt, Rafn

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 07:39

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar ég bjó í Norge lenti ég einu sinni í því að villast í skógi og það er með verri reynslu sem ég hef orðið fyrir.  Ég var þarna ásamt öðrum aðila og þarna upplifði ég það í fyrsta skipti og vonandi það síðasta AÐ GANGA Í HRING.  Ég hafði lesið um þetta og heyrt mikið og alla tíð haldið að þetta væri ekki hægt en þarna fékk sko aldeilis að reyna þetta á eigin skinni.  Við áttuðum okkur á þessu þegar við komum í rjóður sem við vorum alveg með á hreinu að við höfðum verið þarna áður.  Það er engu líkara en skilningarvitin "truflist" eitthvað og það geri þetta að verkum.  Svo hef ég líka heyrt að menn upplifi það að vatn renni upp í móti, ef það er rétt er um ansi magnað fyrirbæri að ræða............

Jóhann Elíasson, 19.12.2011 kl. 09:48

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, ég upplifði það í þokunni gat ég ekki áttað mig á í hvaða átt landið hallaði. Furðuleg og mjöööög óþægileg upplifun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2011 kl. 12:31

5 identicon

Frændi minn lenti í því að villast í skógi og var þarna ásamt öðrum og upplifði efiða reynslu. Hann hafði lesið um þetta og heyrt mikið og alla tíð haldið að þetta væri ekki hægt en þarna fékk sko aldeilis að reyna þetta á eigin skinni. Rosalegt alveg. Föttuðu þetta þegar þeir komu í rjóður. Það er engu líkara en skilningarvitin tryllist eða eitthvað. og það geri þetta að verkum. Hann hafði lesið um þetta og heyrt mikið og alla tíð haldið að þetta væri ekki hægt en þarna fékk sko aldeilis að reyna þetta á eigin skinni. Föttuðu ekki neitt. fyrr en í rjóðri að þeir voru ástfangnir. Sem var alveg á hreinu að þeir höfðu verið áður. Það er engu líkara en skilningarvitin brjálist eða eitthvað og það geri þetta að verkum. Svo hef ég líka heyrt að menn upplifi það að vatn renni upp í móti, ef það er rétt er um ansi magnað fyrirbæri að ræða. Ef ástin er annars vegar.

Jóhann bróðir (IP-tala skráð) 19.12.2011 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband