Heppnir að það var fært

Mikil reiði er í Fjarðabyggð vegna enn einnar frestunar Norðfjarðargangna. Til að komast í fjórðungssjúkrahúsið á Neskaupsstað þarf að fara yfir 630 m. háan fjallveg og þar eru 600 m. löng einbreið jarðgöng sem í er blindhæð.

591186Göngin eru barns síns tíma, frá 8. áratug síðustu aldar og voru nokkur ár í framkvæmd. Gárungarnir segja að göngin hafi verið gerð með hamri og meitli. Joyful Staðsetning gangnanna er afar óheppileg í jarðfræðilegu tilliti, en þau liggja í gegnum gígtappa hinnar fornu Reyðarfjarðareldstöðvar. Bergið er því afar laust í sér og stöðugt er að hrynja úr göngunum, eins og sýnt var á mynd á mbl.is í dag.

Fjallvegurinn yfir Oddsskarð er fljótur að lokast í óveðrum en eins og áður segir er sjúkrahús landsfjórðungsins á Norðfirði. Auk þess er risafyrirtæki í sjávarútvegi á staðnum, Síldarvinnslan, en skattgreiðslur þess eina fyrirtækis í ríkissjóð dygðu fyrir kostnaði við gangnagerðina á framkvæmdatíma þeirra.

Myndin af Reyðarfirði, eftir Matts sem fylgir þessari frétt er fjörgömul og miklar breytingar hafa orðið á staðnum eftir að álver Alcoa Fjarðaáls tók til starfa árið 2007. Hér að neðan er nýlegri mynd af þorpinu, en á henni má m.a. sjá knattspyrnuhöllina sem reis í kjölfar framkvæmdanna.

H139


mbl.is Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband