Í þjóðaratkvæðagreiðslu með málið

Mér finnst alveg með ólíkindum að sjá hversu margir hægrimenn eru á móti kaupum Huang Nupo á Grímsstöðum á Fjöllum. Við hvað er menn eiginlega hræddir?

Þjóðin á að fá að taka ákvörðun um málið. Ég sætti mig ekki við að geðþóttaákvörðun Ögmundar ráði hér för.

Skoðanakönnun er hér til hægri á bloggsíðunni. Endilega takið þátt.


mbl.is Beiðni Huangs synjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru lög í landinu Gunnar, og þeim skal fylgja. En hvort breyta eigi lögunum er allt annar handleggur. Svo er þetta líka fordæmisgefandi, ef hann kaupir land hér, því þá ekki sá næsti og koll af kolli.

dri (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 16:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það þarf ekkert að breyta lögunum. Það er gert ráð fyrir undanþágum í þeim.

Það er ekkert fordæmisgildi í þessu, lögin eru skýr um það að þetta er ekki heimilt. Tekin er afstaða til hvers máls fyrir sig, hvort veita eigi undanþágu frá lögunum eða ekki.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 16:52

3 Smámynd: Bjarni Daníel Daníelsson

er það ekki glæsilegt að hafa svona undanþágu á lögunum svo menn geti keypt sig framhjá þeim. Eða jafnvel veitt einhverjum sem hefur staðið sig vel, eða jafnvel þekkir menn á réttum stöðum. Er Ísland ekki best í heimi?

Bjarni Daníel Daníelsson, 25.11.2011 kl. 17:00

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef undanþáguákvæðið væri ekki fyrir hendi, þá myndi ég segja að breyta þyrfti lögunum. Það er óþarfi að mála skrattann á vegginn, Bjarni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 17:15

5 identicon

Mjög góð spurning Gunnar...

Skúli (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 18:10

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þú ert gufuruglaður Gunni minn og ættir að fá þér eitthvað við þessu.  Ef þú heldur að undanþáguákvæði og glufur í lögum séu ekki notaðar til að bera fé á fólk þegar stór hluti af Íslandi er til sölu.  Það þarf nú ekki einu sinni skrattann til þess þegar ladsliðið í kúlu á í hlut.

Magnús Sigurðsson, 25.11.2011 kl. 19:21

7 identicon

Ok, þetta kæmi kannski til greina, þetta er stór fjárfesting og það vantar pening inn í landið.

En hinsvegar, þá er ég ekki hlynntur því að við séum að fara að selja landið okkar í einhverjum stærri stíl, það væri glapræði.

Hvar á að setja mörkin, hvar á að segja stopp, á að mæla það í hektörum, eða.. er kannski í lagi að hluti hálendis verði seldur ef ákveðin upphæð býðst, í hvaða formi sem það nú væri. Ég bara velti þessu fyrir mér.

Ætli rússar eigi enn gullið sem þeir fengu fyrir Alaska?

dri (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 23:53

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Auðvitað þurfa að vera einhver mörk, en Nupo er tilbúinn að af sala sér öllum auðlindar og vatnsréttindum. Hver er hættan?

Ef þetta snýst bara um það að hann byggi og reki hótel, þá er það bara hið besta mál

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.11.2011 kl. 01:17

9 Smámynd: Hörður Halldórsson

Sammála þér Gunnar.

Samræmdar reglur fyrir alla útlenda fjárfesta  er málið .Asnalegt að leyfa einum en banna öðrum. 

Hörður Halldórsson, 26.11.2011 kl. 14:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband