Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking

"Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking. Þekking er takmörkuð en ímyndunaraflið spannar alheiminn" - Albert Einstein (1879-1955)

Ég hef haft þessa tilvitnun í Einstein í höfundarboxinu hjá mér frá stofnun þessa bloggs árið 2007. Mér finnst athyglisvert að þessi mikli hugsuður hafi sagt þetta. Það er dýpt í þessu.

Albert_Einstein_HeadEn varðandi afstæðiskenninguna... sem ég hef ekki nokkurn skilning á, Þarf þessi uppgötvun endilega að kollvarpa henni? Samkvæmt kenningunni getur enginn hlutur farið hraðar en ljósið.

"Grunnhugmyndin á bakvið báðar kenningarnar, almennu afstæðiskenningunni og þeirri takmörkuðu er sú að tveir athugendur í sitthvoru tregðukerfinu mæla mismunandi hraða og vegalengd á sama hlutnum en öll eðlisfræðilögmál eru óbreytt á milli tregðukerfa. Þ.e.a.s. mælendur í tveim mismunandi tregðukerfum mæla kannski mismunandi hröðun á hlut en krafturinn á hlutinn fylgir samt sem áður 2. lögmáli Newtons F = ma " ( Wikipedia )

Ég spyr því eins og fávís kona í barnsnauð, getur þetta ekki staðið áfram, nema í staðinn fyrir ljósið, sé það fiseindin sem fer hraðst?


mbl.is Fiseindir ferðast hraðar en ljósið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ef að CERN hefur rétt fyrir sér með fiseindirnar, verður afstæðiskenning Einsteins svona svipuð og þessi tilvitnun þín í Wikipedia. Linkarnir í henni virka ekki.

Svanur Gísli Þorkelsson, 18.11.2011 kl. 22:58

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"wikipedia" virkar

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.11.2011 kl. 23:04

4 identicon

einfaldast er að skýra það svona: E = mc2 byggir á að "c" sé hæsti möguleigi hraði sem hægt er að ná (cosmic speedlimit).. nú þarf að endurskoða það og þ.a.l. breytast hlutföllin milli massa og orku sem því nemur eða þá að þessi jafna sé einfaldlega röng =)

Haukur Óli Ottesen (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 03:00

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þetta er einfalda skýringin.. hvernig er þá flókna skýringin?

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 03:28

6 identicon

Þetta er ágætis heimildarmynd sem fjallar um þetta á því sem kemst næst mannamáli

http://topdocumentaryfilms.com/faster-than-the-speed-of-light/

Ég mæli með því að þú reynir að verða þér út um fulla útgáfu af henni ef þetta vekur upp áhuga hjá þér.

Bjarki Gunnarsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 08:44

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk, fyrir þetta Bjarki. Kíki á þetta við tækifæri, vissulega áhugavert.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 09:12

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er næsta víst að vísindamenn brjóta nú heilann yfir þessu. Suma grunar að um mæliskekkju geti verið að ræða, enda er þetta ekki einföld mæling, en mjög áhugaverð. 

Nýjustu grein vísindamannana má hugsanlega nálgast með því að smella hér.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála...   Þangað til endanleg niðurstaða finnst verðum við að halda öllum möguleikum opnum...

Ágúst H Bjarnason, 19.11.2011 kl. 09:49

9 identicon

Virðingarvert hjá þér Gunnar Th, að velta vöngum yfir afstæðiskenningunum og lögmálum nátturunnar. Það þarf enga háskólamenntun til að gera slíkt og hafa sínar skoðanir. Lögmál nátturunnar haggast hinsvegar ekki, annars væru þau ekki lögmál, og því gerast engin kraftaverk, hafa aldrei gerst og munu aldrei gerast. En hafa skal í huga að það er TÍMINN, eða fjórða víddin, sem veldur því að við vissar aðstæður mæla menn ekki sama hraða eða sömu lengd (fjarlægð) á sama atburði. Þó eru báðar mælingar réttar, báðir hafa rétt fyrir sér. Við erum svo vön því að líta á tíman sem einhverja universal stærð, sem haggast ekki. En svo er ekki, langt í frá. Klukka sem hreyfist gengur hægar en klukka sem hreyfist ekki. Afrek Einsteins var hans postulat, að ljóshraðinn sé konstant. Tveir athugendur mæla alltaf sama ljóshraðann, þótt í sitthvoru “tregðukerfi”. Tilvitnun þín í Einstein er góð, en hafa skal samt í huga að án þekkingar (hvað Einstein varðar; stærðfræði, eðlis- og efnafræði) mundi ímundaraflið skila litlu sem engu. Kveðja frá Sviss.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 10:24

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta, Ágúst og Haukur.

Ég sá tilvitnunina fyrst á bloggsíðu Ágústs, á ensku og snaraði henni yfir á íslensku. Ég held að Einstein hafi átt við að ímyndunaraflið sé ákveðinn drifkraftur þekkingarleitarinnar, svipað og forvitnin. Án drifkrafts komumst við ekki úr sporunum.

-

Ljósið og lögmál þess er furðulegt fyrirbæri. T.d. er það þversagnakennt fyrir tuskuheilann minn, að hraði ljóssins skuli ekki aukast (eða minnka) í samræmi við hreyfingu ljósgjafans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 10:45

11 Smámynd: nicejerk

Alveg hárrétt Haukur. Skortur á þekkingu veldur oft miklum vandamálum.

En las ekki kjaftur greinina?

Ég vitna í 'Bentu mælingar til þess að að fiseindirnar færu þessa leið á tíma sem er 60 nanósekúndum minni er sá sem reiknast út frá ljóshraða.'

Það er nokkru hægar en ljóshraði, er það ekki? Minnir mig á úlfalda nokkurn frá í gamla daga.

nicejerk, 19.11.2011 kl. 10:49

12 Smámynd: nicejerk

Úps. Minni eða hraðar, kannski minn misskilningur. Ég þarf örugglega að lesa upphaflegu greinina. Afsakið innleggið að ofan.

nicejerk, 19.11.2011 kl. 10:54

13 identicon

Engar áhyggjur Gunnar, ekki láta þetta eyðileggja helgina fyrir þér. Þú ert ekki einn með það að vera gáttaður yfir því að ljóshraðinn mælist sá sami, þótt sá sem mælir (eða mín vegna ljósgjafinn) séu á fleygiferð. Þetta er öllum óskiljanlegt. En sum náttúrlögmál verður maður að sætta sig við, án þess að skilja. Kannski það frægasta er óvissulögmál Heisenbergs. Enginn skilur það.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 11:00

14 Smámynd: nicejerk

Það er efnið sem ræður hraðanum en það er víddin sem getur opnað  hurðir.......

nicejerk, 19.11.2011 kl. 11:01

15 Smámynd: nicejerk

Alveg augljóst að ég þarf að skoða þennan Heisberg. Nikola Tesla þeoríur eru enn í vinnslu í dag, einnig þráðlaust rafmagn. Góða helgi drengir.

nicejerk, 19.11.2011 kl. 11:15

16 Smámynd: Snowman

Sem fáfróður, dauðlegur almúgi, þá hef ég eina spurningu. 

Hvers vegna er alltaf gengið út frá því að ljóshraði sé "konstant" ?  Hver veit nema að ljóshraði (ljóseindir) hafi mismunandi uppbyggingu sem við höfum ekki uppgötvað ennþá og að því séu til fleiri ljóshraðar ?  Og nú þegar þessar fiseindir ferðast hraðar en ljósið, þá er það sá ljóshraði sem okkur hefur tekist að reikna.  Eftir einhver ár, eiga vísindamenn örugglega eftir að komast að því að ljós getur ferðast hraðar en fyrr hefur verið haldið fram og því hafa þessar fiseindir ekki ferðast hraðar en ljósið.

Snowman, 19.11.2011 kl. 13:44

17 identicon

Ljóshraðinn er “fundamental” stærð náttúrulögmálanna. Afrek Einsteins var, m.a. að hann áttaði sig á því að hraði ljóssins er “constant”. Það höfðu vísindamenn honum samtíma ekki gert. Merkilegar og “popular” útkomur afstæðiskenningar Einsteins, eins og t.d. “time dilation” og “length contraction” höfðu aðrir eðlisfræðingar og stærðfræðingar þegar vakið athygli á (Hendrik Lorenzt, Henri Poincaré). Jafnvel frægustu jöfnu sögunnar, E = mc2, má lesa úr hinum frægu jöfnum James Clark Maxwells yfir rafsegulsviðið. En hvað þýðir að hraði ljóssins sé “constant”. Skoðum eftirfarandi dæmi:  Lest ekur með 100 km/klst hraða í gegnum járnbrautarstöð. Maður á stöðinni horfir á lestina og sér þjón, sem ýtir kaffivagni á undar sér í lestinni, í sömu stefnu og lestin fer, og það með 2 km/klst hraða. Hver er hraði þjónsins miðað við manninn á stöðinni? 100 + 2 = 102 km/klst. Rétt.

En maðurinn á stöðinni sér einnig mann skjóta ljósi (photons) úr vasaljósi, einnig í þá stefnu sem lestinn fer. Hver er hraði ljóssins? 300‘000 km/sek + 100 km/klst. Rangt. Hraði ljóssins er óháður hraða lestarinnar. Þetta er nefnilega stórmerkilegt og sá sem á erfitt með að átta sig á þessu, er ekki einn um það.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 15:01

18 identicon

@Snowman, já, ljósið hefur nefnilega mismunandi uppbygginu, þ.e. það getur verið eindir eða bylgjur. Ég mæli með að kíkja á "double-slit experiment"

http://en.wikipedia.org/wiki/Double-slit_experiment

Jóhannes Bjarki (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 15:47

19 identicon

Mér varð á í messunni áðan. Ég skrifaði að engin skildi óvissulögmál Heisenbergs. Betra hefði verið að skrifa, engin skilur “quantum mechanics”. En nú er nóg komið. Góða helgi!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.11.2011 kl. 16:04

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk kærlega fyrir skemmtileg og fróðlegar athugasemdir

Þetta er gott dæmi um jákvæða hlið bloggsins

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.11.2011 kl. 16:24

21 Smámynd: nicejerk

Hárrét Haukur, ljósið ferðast bara með einum hraða og enginn hefur getað skýrt hvað veldur því að lestin þannig séð 'hægi á' ljósinu, séð utanfrá. Magnaðar tvíbökur þar. Quantum mechanics/physics er hægt og rólega að skiljast en það eru væntanlega ártugir í góðan skilning á því dæmi. Holur/skuggi er þar stórmerkilegt fyrirbæri sem er virðist enn utan skilnings vísindanna.

En svo er það svo margt sem ekki hefur fengist botn í ennþá, ótrúlega margt. Það er kannski skiljanlegt þegar maður hugsar að prótónur eru svo langt frá kjarnanum svo maður ætti í raun að vera gegnsær!! Með svona mikið 'space' í heilanum ætti í sjálfu sér að vera áhyggjuefni ;-)) En svo hafa sumir meira space en aðrir að virðist ;---)))

Allt vel meint og beint frá hjartanu, but poking your brain.

nicejerk, 20.11.2011 kl. 03:18

22 identicon

Tja, nú er maður kannski ekki svo mát....alla vega fæðast af þessu hugmyndir.

Sko, það hefur tekist að hægja á ljósi. Alveg niður í verulega lítinn hraða, 38 mílur á klst. Er þá ljósið nokkuð almennt á 100% ljóshraða? Ég bara spyr, er það kannski bara eindin sem er á sönnum ljóshraða?

http://en.wikipedia.org/wiki/Slow_light

Jón Logi (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 09:09

23 Smámynd: nicejerk

Ljósið er bara sýnilegi parturinn á electromagnetic orkusviðinu.

Á Wikipedia sem Jón Logi bendir á, þá er staðhæft 'The simplest picture of light given by classical physics is of a wave or disturbance in the electromagnetic field.' Sú Wikigrein er ansi firrt. Rafmagn/ljós er sama fyrirbærið á fimmeyringnum. Ljós/rafmagn ferðast alltaf með sama hraða nema efnið hefti hraðann, sem er ekkert nýtt. Þess vegna nauðsynlegt að vera krítískur í hugsun og lestri.

Punktur og basta héðan (orðinn svangur í pasta).

nicejerk, 20.11.2011 kl. 10:36

24 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hafa ekki allir heyrt af dönsku konunni sem hefur tekist að hægja mikið á ljósinu og nánast stöðva það?   Lygilegt, en samt satt!

Ágúst H Bjarnason, 20.11.2011 kl. 11:33

25 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Lene Hau heitir þessi snjalla kona og má lesa um hana t.d. í Harvard Gazette: http://news.harvard.edu/gazette/2001/01.24/01-stoplight.html

Ágúst H Bjarnason, 20.11.2011 kl. 11:35

26 Smámynd: nicejerk

@ Ágúst H.

Hehehe, þegar ljós kviknar, þá sér maður ljósið. Það er langt síðan ég hætti að trúa baunanum. Í framhjáhlaupi vil ég nefna einn stærsta baunalygarinn sem er Anna Castberg. Hugsanlega stærsti Norðurlandaskandallinn i listasögunni.

Anna var með falska pappíra frá mörgum stöðum en ég man ekki hvort þar var eitthvað frá Harvard.

Anna Castberg

Skandalen på Arken

I 1996 forlod Anna Castberg posten som direktør for kunstmuseet Arken. Ingen ved, om hun egentlig blev fyret, eller hun, mere eller mindre pænt, blev bedt om at forlade posten selv. Hovedsagen er, at hun forlod posten efter lige godt tre år i stolen som direktør. Hun var blevet ansat af et ansættelsesudvalg bestående af tre lokalpolitikere - trods det, at den danske kunstverden stort set ikke anede hvem hun var, da hendes navn blev offentliggjort i forbindelse med direktørstillingen.

Hve snjöll er þessi kona sem þú nefnir í raun. Þá meina ég vísindalega, ekki marketing séð. Það er akkúrat ekkert í greininni sem er sannfærandi né tókst. Bara að lesa:

she and her colleagues slowed light 20 million-fold in 1999, to an incredible 38 miles an hour. They did it by passing a beam of light through a small cloud of atoms cooled to temperatures a billion times colder than those in the spaces between stars. The atom cloud was suspended magnetically in a chamber pumped down to a vacuum 100 trillion times lower than the pressure of air in the room where you are reading this. 

Það er ekkert til í þessu: ekki billion times colder né trillion times lower pressure. Hvar er heilbrigð hugsun?

Þetta virðist hafa verið birt 1999 svo það er eins konar kraftaverk að þessi grein hafi einungis verið birt einu sinni og svo dáið, sem betur fer að virðist.

nicejerk, 20.11.2011 kl. 15:33

27 identicon

Er fiseind hlutur eða viss tegund af ljósi?

Samkvæt afstæðiskenningunni ætti fiseind að vera ljóstegund en samkvæmt fréttinni er hún hlutur.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 18:44

28 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svona fer Lena Vestergaard Hau prófessor í eðlisfræði við Harvard að. Sjá YouTube:

http://www.youtube.com/watch?v=RIc5llW66sU

http://www.youtube.com/watch?v=57s60mlapCc

http://www.youtube.com/watch?v=F5uF1qx7mT0

Ágúst H Bjarnason, 20.11.2011 kl. 19:00

29 identicon

Fiseindir eru eiginlega bara rafeindir án nokkrar hleðslu, semsagt hlutlausar.

Þegar talað er um hraða ljóssins: 300.000.000 m/s, þá er verið að meina hraða ljóss í tómi.

Við það að fara í gegnum efni (matter) þá hægist á ferð ljóss, það hægasta er held ég 60 km/klst þegar ljós var sent í gegnum natríum (Na) við alkul.

Varðandi þessa tilraun þá hafa vísindamenn imprað á einum mjög áhugaverðum möguleika, en það er að fiseindirnar hafi farið svo hratt að þær hafi skotist inn og út úr öðrum víddum á leið sinni og þannig stytt tímann sem sú ferð tók. Það þykir renna stoðum undir strengjakenninguna (String theory) sem einmitt spáir allt að 11 víddum í alheiminum, fjórar þær sem við þekkjum eru upp, niður, fram og til baka (semsagt 3D) og tíminn.

Eða kannski voru mælitækin þeirra bara einfaldlega ekki nógu nákvæm til þess að ráða við svona mælingar.

Það er eiginlega bara of snemmt að fara að hrapa að ályktunum varðandi þetta mál, enda þarfnast það mikillar staðfestingar, en það er einmitt fegurðin við vísindin fram yfir trúarhugmyndir.

Ég bendi á hin ódauðlegu orð Carls Sagans: ''Extraordinary claims require extraordinary evidence''. 

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 20:30

30 identicon

Góð ummæli Jón Ferdinand. 11 víddir, Plancs lengdir, en allt slíkt er okkur svo ókunnugt og "extraordinary", að við höfum náð mörkum hugmyndaflugsins.

En eitt megum við aldrei gera, og það er að útskýra fyrirbæri með einhverju "yfirnátturulegu". Þá gerum við okkur að fíflum.   

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 22:46

31 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

 "... en allt slíkt er okkur svo ókunnugt og "extraordinary", að við höfum náð mörkum hugmyndaflugsins "....og þá erum við komnir að ímyndunaraflinu, Guði sé lof fyrir það!   ... annars er allt stopp

-

Gaman að fylgjast með þessari umræðu, piltar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.11.2011 kl. 22:55

32 identicon

Tvennt sem ég vil nefna í þessu samhengi, án þess að dæma sérstaklega um málið. Í fyrsta lagi er afstæðiskenningin notuð í útreikningum í GPS kerfinu. Þannig að þeir eru að nota kenningu Einsteins til að afsanna kenningu Einsteins. Í öðru lagi hafa menn mælt agnir frá sprengistjörnum, t.d. einni sem átti sér stað í 168.000 ljósára fjarlægð. Ljóseindirnar og fiseindirnar frá þessari sprengingu mældust á sama tíma. Þó skal taka fram að þessar fiseindir voru með hreyfiorkuna 10-MeV, en CERN fiseindirnar höfðu hreyfiorku 17-GeV og 28-GeV.

Það þarf mikið hugrekki til að hjóla í afstæðiskenningu Einsteins. Enda eru þeir furðu lostnir sjálfir. Það verður spennandi að fylgjast með þessu.

Þórarinn Heiðar Harðarson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 02:33

33 Smámynd: Reputo

Þetta er rétt hjá Þórarni hér að ofan. Ef fiseindir ferðuðust almennt hraðar en photons (þekki ekki alveg íslenska heitið) hefðu vísindamenn orðið varir við fiseindadrífur frá sprengistjörnum áður en sprengingin sjálf sæist. Þetta vita þeir, enda telja þeir niðurstöður rannsóknarinnar rangar en hafa ekki getað fundið skekkjuna. Nú hafa þeir bætt mælitækin og fá sömu niðurstöðu og hafa einnig leitað út í vísindasamfélagið í von um að einhver geti útskýrt þetta eða bent þeim á vitleysuna.

En ljós ferðast á misjöfnum hraða í gegnum hin ýmsu efni. Þessi physical constant, eða c, er hraði ljóssins í lofttæmi. Í gegnum andrúmsoftið t.d. er hraði ljóssins t.d. 90 km/klst minni en c, og í gegnum gler getur maður deilt c með 1,5.

Þessar pælingar eru samt mjög skemmtilegar og það verður forvitnilegt að sjá hvaða skýringar eru á þessu misræmi sem mælingarnar gefa til kynna. Ef satt reynist breytist c örlítið sem hefur sennilega engin teljandi áhrif enda er stuðst við núverandi c í t.d. GPS kerfinu án þess að menn hafi orðið varir við skekkjur.

Reputo, 23.11.2011 kl. 02:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband