Varðskipið Þór á Reyðarfirði - myndir

049

055

Varðskipið Þór í faðmi reyðfirskra fjalla. Ef smellt er tvisvar á myndirnar, fást þær stærri. (Ekki tvísmella)

038

Þór lagðist óvænt að kajanum á Reyðarfirði en varðskipið var á ferð hér eystra vegna flutningaskipsins Ölmu sem nú liggur tryggilega bundið við bryggju á Fáskrúðsfirði. Grunn og leiksóli bæjarins fengu boð um að krakkarnir væru velkomnir í skoðunarferð um skipið. Á myndinni ganga leikskólabörn glaðbeitt og spennt í halarófu að flaggskipi íslenska flotans.

044

Og svo var trítlað upp landganginn

017

Þessum unga Reyðfirðingi þótti ekki leiðinlegt að máta sig í skipstjórastólnum.

022

Hluti kennara fylgdi krökkunum um borð og hér er skólastjóri grunnskólans með nemanda í hinum glæsilega matsal skipsins.

023

Eldhúsið er ekki síður glæsilegt en aðrar "vistarverur". Hér er kokkurinn ásamt áhugasömum dreng. Kannski verður hann kokkur síðar meir Happy

030

Rafmagnstaflan í vélarrúminu er eins og í stórri íbúðablokk

035

Togvírinn í Þór er ógnarsver. Ég giska á að hann sé a.m.k. fjórfalt sverari en í togara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt skip.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband