Biskup, átta prestar og munkur...

.... gengu inn í kirkju...

Ágætis byrjun á brandara, en þetta gerðist nú samt á sunnudaginn í tilefni 100 ára afmælis Reyðarfjarðarkirkju. Biskupinn predikaði og gengið var til altaris. Hluti af ræðu Biskups er á myndbandinu. Margt athyglisvert sem hann sagði þar.

039

Þarna sjást 6 af prestunum átta fá sér í staupinu. Biskupinn er með kross á bakinu.      Ætli hann sé þungur? Woundering

043

Séra Hólmgrímur á Reyðarfirði var "barþjónninn" og útdeildi messuvíninu.

053

Kaffisamsæti var í safnaðarheilinum að messu lokinni. Kaþólski munkurinn af Kollaleiru, var klæddur sínum brúna kufli að venju.

Maðurinn lengst til hægri er Guðmundur Magnússon, fv. fræðslustjóri á Austurlandi og brottfluttur Reyðfirðingur. Hann gaf kirkjunni frumsaminn og fallegan sálm í tilefni afmælisins, lag og texta, sem við í kirkjukórnum frumfluttum í messunni og endurfluttum í kaffisamsætinu.

Fyrsta erindið af þremur í sálminum hljóðar svo:

Hugljúf er minning um messugjörð,

Í musteri  Drottins við Reyðarfjörð.

Það helgað er heilögum anda.

Og kirkjan mín stattu æ styrkan vörð,

um stefnu frelsarans hér á jörð.

Um aldir mun orð hans standa.


mbl.is Gerendur skaða kirkjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt kunna Íslendingar öðrum betur, að setja saman ljóð og vísur.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.10.2011 kl. 13:52

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Tek undir það með þér, Haukur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.10.2011 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband