Er farið í landshlutagreiningarálit?

Maður slasaðis mjög alvarlega í vélsleðaslysi í Reyðarfirði á laugardaginn, sjá hér

Um tvo klukkutíma tók að koma manninum í sjúkrabíl og tæpan klukkutíma í viðbót að koma honum í heilsugæsluna á Egilsstöðum. Ljóst var strax að manninn þyrfti að flytja suður til Reykjavíkur í aðgerð, því annars hefði ekki verið farið með hann til Egilsstaða, heldur á fjórðungssjúkrahúsið á Norðfirði.

Maður spyr sig; afhverju var þyrla Landhelgisgæslunnar ekki kölluð út til að sækja mannin á slysstað? FootinMouth

Þyrlan er kölluð út til þess að ná í mann í nágrenni Reykjavíkur, vegna hugsanlegs fótbrots! Hvað er eiginlega í gangi?


mbl.is Fluttur með þyrlu á sjúkrahús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað staðsetningin á þyrlunum. Það tekur þyrluna sennilega 4-6 klukkustundir að komast til Reyðarfjarðar frá því að útkall á sér stað. Heimamenn á Reyðarfirði vita allt um það og kalla þessvegna ekki eftir þyrlu. En þetta var einmitt svolítið í umræðunni um tíma þ.e. að við þurfum að vera með þyrlu staðsetta annars staðar en á Keflavík t.d. Akureyri. Þyrla staðsett á Akureyri er mun meira miðsvæðis heldur en staðsett í Keflavík

Guðrún (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 23:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er það svo langur tími? 4-6 klt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.4.2011 kl. 23:49

3 identicon

Sæll Gunnar.

Ég þekki aðeins til þessa máls. Það var aldrei beðið um Þyrlu í þetta slys, sem hefði að sjálfsögðu átt að gera.  Þyrluáhöfn gerði einmitt athugasemd vegna þessa... Þetta var í höndum Lögreglunnar fyrir austan að ákveða þetta...  Þyrla hefði getað verið þarna á innan við 2 tímum eftir að útkall berst....  4- 6 timar er ekki rétt..

Björgunarkallinn (IP-tala skráð) 26.4.2011 kl. 01:09

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk kærlega fyrir þetta, Björgunarkall.

Þetta er svolítið sérstakt, í ljósi þess að hinn slasaði var afar illa brotinn á a.m.k. þremur stöðum og spýtti auk þess blóði vegna fjölmargra rifbeinsbrota, sem bendir til alvarlegra innvortis blæðinga frá lungum.

-

Maðurinn er sem betur fer ekki í lífshættu, en þetta mál þarf að skoða vel og verður e.t.v. skólabókardæmi um hvenær þyrlunnar er virkilega þörf. Eitthvað til að læra af, vonandi.

-

Engin ástæða til að finna einhvern blóraböggul. Ég efast ekki um að allir sem komu að málinu hafi viljað gera vel og m.a. var björgunarsveitarmaður einn af ferðafélögum hins slasaða og viðbrögð og aðhlynning á slysstað voru til fyrirmyndar. En ákvörðun um að óska ekki eftir aðstoð þyrlunnar hefur greinilega verið röng.

-

Setja þetta í skólabókina.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2011 kl. 01:43

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Vegurinn niður Áreyjardalinn, sem er brattur, þröngur, hlykkjótur og holóttur, hefur örugglega ekki verið nein "Joy ride" fyrir hinn slasaða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2011 kl. 01:48

6 Smámynd: Hafliði Hinriksson

Það er kómísk tilviljun að eina skiptið sem þyrla hefur komið á Reyðarfjörð til björgunar var það Reyjkíkingur sem þurfti aðstoð á reyðfirsku fjalli. En þá var hún einmitt eitthvað innan við 2 tíma á leiðinni. En í þessu tilfelli var um að ræða vanmat á aðstæðum í upphafi sem varð til þess að þyrlan var ekki ræst út, og fer þetta bint í reynslubankann.

Hafliði Hinriksson, 26.4.2011 kl. 21:22

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta, Hafliði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2011 kl. 22:23

8 Smámynd: Hafliði Hinriksson

Það er samt ágætt að það komi fram í umræðunni að í þessu tilfelli er alls ekkert víst að þyrlan hefði nýst nema sem bakup. Ég held að það sé raunhæft að reikna með að það hefði tekið allaveg tvo og hálfan tíma fyrir hana að komast á slysstað, jafnvel eitthvað lengur, því að 2 tímarnir miðast nánast við að áhöfnin sitji tilbúin úti í vél þegar útkallið kemur. Það tók einungis einn og hálfann tíma frá útkalli að koma manninum niður úr fjalli og í sjúkrabíl og þá tók við tæplega klukkutíma ökuferð í Egilsstaði í veg fyrir sjúkraflugvél, sem hafði verið snúið úr öðru verkefni í Reykjavík og var þar afleiðandi með lengri viðbragðstíma en ef hún hefði verið í bækistöðinni á Akureyri. Af þessu má sjá að þyrlan hefði verið að komast á slysstað um svipað leiti og sjúklingurinn var kominn í Egilsstaði.

Björgunarsveitarmenn á Austurlandi þekkja það af reynslu að ekki þíðir að sitja og bíða eftir að þyrlan komi og reddi málunum, hún er alltaf í besta falli plan B, því að hún getur t.d. bilað á leiðinn eða veðurastæður breyst þannig að hún geti ekki athafnað sig á vetvangi. Þess vegna er alltaf plan A að leysa verkefnin með þeim mannskap, tækjum og búnaði sem við höfum heima í héraði.

Hafliði Hinriksson

Varaformaður bjsv. Ársól Reyðarfirði

Hafliði Hinriksson, 30.4.2011 kl. 14:58

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk, Hafliði. En burt séð frá tímanum, þá er alltaf varasamt að flytja illa slasaðan mann í sjúkrabíl á erfiðum vegaslóða.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.4.2011 kl. 15:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband