Krít og kjaftur

Smá viðbót við skólaheimsóknarbloggið.

Skólastjórinn Tom Drescher, sem var leiðsögumaður okkar um skólann, fór með okkur inn í kennslustofu sem var afar vel tæknilega búin.

Frisco 432

Í kennslustofunni voru stórir flatskjáir á veggjum og stórt tjald fyrir skjávarpa. 30 fartölvur voru svo til afnota fyrir nemendur.

Frisco 433

Stefán Már Guðmundsson, aðstoðarskólastjóri Grunnskóla Reyðarfjarðar.

Frisco 434

En þrátt fyrir alla nýjustu tölvu og kennslutækni, þá er engin ástæða til að fleygja gömlum en notadrjúgum verkfærum. Krítar og tússtöflur standa enn fyrir sínu og þær eru aldrei langt undan.

"Powerpoint presentation" hefur tekið öll völd á flestum fyrirlestrar og kynningarfundum. Sumir segja að þessi aðferð sé ofnotuð í dag og varla að nokkur maður geti orðið tjáð sig við hóp fólks án þess að nota Powerpoint.

"If you have to use Powerpoint.... you have no point", sagði einn kennarinn okkur ökukennaranemum í Kennaraháskólanum, á léttum nótum. Joyful

Við ökukennaranemarnir þurftum að skila verkefnum reglulega og flytja kynningu á þeim. Allir notuðu Powerpoint í kynningunni, alltaf...  utan einn neminn sem var kennaramenntuð kona. Hún sagði í upphafi kynningar sinnar á verkefninu, að hún ætlaði ekki að nota Powerpoint í þetta sinn, heldur aðra aðferð sem héti "Krít og kjaftur". Svo tók hún upp krít, gekk að krítartöflunni og kynnti verkefni sitt með glans. Happy


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kænt konudýr...

Steingrímur Helgason, 25.4.2011 kl. 21:24

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þær eru glúrnar, konurnar

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.4.2011 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband