"Geldingaleiðin"

" [ fíkill frá Leicester gefur ]... þá skýringu að hann sé ekki hæfur til þess að verða faðir".

Hann er sjálfsagt ekki hæfur til eins né neins í dag, þessi breski fíkill, en allir eiga von og heilbrigðisyfirvöld eiga að hlúa að og næra þá von. Opinbert fé á ekki að fara í að elta þetta ógæfufólk uppi og fangelsa það og þaðan af síður í að gelda það.

JUNKYAð gelda fíkla hljómar skelfilega miðaldalega. Það er einnig siðferðilega rangt að freista þeirra með peningum til þess að láta framkvæma á sér óafturkræft líffærainngrip. Langt leiddir fíklar eru þekktir fyrir að gera nánast hvað sem er fyrir "fixið". Framtíðarsýn þeirra er engin, enda litla hjálp og lítinn skilning að fá.

Ég held að ástandið sé ögn skárra hér á landi. Skilningurinn er til staðar hjá almenningi en stjórnmálamennirnir halda að sér fjárveitingahöndunum. Meðferðarstofnanir líkt og S.Á.Á. líða fyrir alvarlegan fjárskort. Því þarf að breyta.

Það er kannski ekki allir sem átta sig á því, en sá "kostnaður" sem fer í að aðstoða manneskju frá fíkninni, skilar sér margfalt til baka, jafnvel þó einhverjir þurfi oft á meðferð að halda og fáeinir nái aldrei bata.  Að auki verður samfélagið heilbrigðara og öruggara fyrir alla.

"Geldingaleiðin" er leið uppgjafar. Hvað verður það næst? Undecided


mbl.is Fíklum borgað fyrir ófrjósemi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eina sem þetta á eftir að hafa í för með sér er minni smokkanotknun meðal alnæmissýktra heroinfíkla. Getur nú ekki talist samfélagsbætandi.

Gunnar Eyþórsson (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband