Og í faðm þeirra vilja þeir falla

Það hljóta allir að sjá að ESB er hagsmunamafía peningaafla. En svo reynir sambandið að fegra ásjónu sína með "hand-out" til fátækra og/eða jaðarbyggða. Fjármunum til ölmusugjafanna sem þessir spilltu Evrópukratar útdeila af gæsku sinni, er að sjálfsögðu aflað með sköttum frá þeim löndum sem Evrópusambandið ákveður að séu aflögufær.

Komintern var kommúnistum það sem ESB er krötum.

Íslensku Kratarnir vilja í faðm ESB. Sumir segja að það sé vegna þess að obbinn af háskólamenntuðu fólki innan Samfylkingarinnar fengi þægilega stóla í Brussel á flottum launum. Það kæmi mér ekki á óvart.

Þegar ég var í leshring hjá litlum Kommúnistaflokki í Reykjavík í kringum 1980, þá voru "bleikir" kommúnistar að okkar áliti, ávísun á spillingu og tækifærismennsku. Gott ef þessi pólitíska manngerð var ekki kölluð "endurskoðunarsinnar" í Kommúnistaávarpinu eftir Marx og Engels. Ég var svo rauður á þessum árum, að Alþýðubandalagið var argasta íhald í mínum augum og Alþýðuflokkurinn var bara vatnsbland.

Í raun voru forystumenn leshringsins uppteknari við að innræta okkur lærlingunum, hatur á "endurkoðunarsinnunum", þ.e. Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu, en nokkru öðru. 

En í gegnum tíðina hefur mér fundist Alþýðubandalagið og síðar arftaki þeirra V-grænir, vera heldur staðfastari og sjálfum sér samkvæmir oft á tíðum. Maður veit hvar maður hefur þá. En þeir eru skelfilega þrjóskir og það hefur stundum orðið þeim að falli. Samfylkingin er "vatnsblandið", eins og faðir þess, Alþýðuflokkurinn.

En ég hef nú í tíu ár gert orð Willy Brandts að mínum, þegar hann var "sakaður" um að hafa verið kommúnisti á yngri árum:

"Sá sem er ekki kommúnisti þegar hann er tvítugur, er hjartalaus. Sá sem er það enn þegar hann er fertugur, er heilalaus."


mbl.is Lokað á lán vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Góður.

Sigurður Haraldsson, 4.9.2010 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband