Mín heitt elskaða og ég

19453_299288382022_621992022_3871370_5010621_n

Hún var nýútskrifuð úr Kennaraháskóla Íslands... ég var tiltölulega nýútskrifaður skrúðgarðyrkjufræðingur frá Garðyrkjuskóla Ríkisins að Reykjum í Ölfusi.

Við hittumst í fyrsta sinni í Þjóðleikhúskjallaranum, snemma vors árið 1989. Hún með vinkonum sínum úr skólanum og ég með Birgi vini mínum, sem nýlega er látinn úr krabbameini, langt um aldur fram.

Ég elti hana austur á firði í heimabæ hennar, þar sem hún fékk kennarastöðu við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Ég fékk stöðu háseta á flaggskipi reyðfirska flotans, frystitogaranum Snæfugli, SU 20.

Margt hefur gerst á okkar tuttugu árum saman. Ég er lánsamur að hafa kynnst Ástu.

Á myndinni að ofan erum við hjónin að fara á Þorrablót Reyðfirðinga árið 2010. Eyrún, 19 ára dóttir okkar vildi endilega smella mynd af okkur. Heart Ég var með nettan fiðring í maganum, því ég var að fara að syngja "Þorrablótsvísurnar" á blótinu fyrir 250 prúðbúna gesti. Ásta sagði mér daginn eftir að hún hafi sennilega verið enn stressaðari en ég, en lét á engu bera af tillitssemi við mig.

Hún "fúlaði" mig, þessi elska Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já það er ótrúlegt hvað þær láta sig hafa að búa við þessar konur, láttu mig þekkja það. Ég veit nú ekki hvort þessi mynd er nógu skýr en ég get ekki merkt neinn tiltakanlegan svekkingarsvip á konunni þinni

Þetta með að syngja þorrablótsvísurnar; þú hefur nú vonandi leyft fólkinu að drekka svolítið áður en þú fórst að hefja upp raustina svona til að slæva veikustu taugar gagnrýninnar? Reyndar sé ég á þér að þú ert kraftmikill söngvari eins og hægri pungurinn Guðbjörn tollari og efast ekki um að Hólmatindurinn hefur nötrað þegar þú "tókst á því." 

Til hamingju með þessa yndislegu konu, og megið þið eiga mörg ár mikillar gæfu með barnaláni eins og við hérna í Stórholtinu!

Árni Gunnarsson, 12.2.2010 kl. 13:19

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta, Árni

Jú, það er nú kosturinn við samkomur sem þessar, dómgreindin hefur verið slævð hæfilega mikið

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.2.2010 kl. 13:24

3 Smámynd: Sigurjón

Sæll Gunnar.

Þið eruð ofsalega sæt saman, hjónakornin...

Kv. Sigurjón

Sigurjón, 12.2.2010 kl. 16:53

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Lesturinn yljaði um hjartað. Takk fyrir mig

Jóna Á. Gísladóttir, 12.2.2010 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband