Spennandi mynd í vændum

Ég hef áður bloggað um þessa mynd, sjá HÉR og ég tel að Boðberinn sé athyglisverð kvikmynd, með úrvals leikurum og mjög svo áhugaverðu handriti. Óskiljanlegt er að myndin fékk ekki náð fyrir augum kvikmyndasjóðs. Svo virðist sem "kaupa" þurfi áskrift að sjóðnum, með einum eða öðrum hætti.

Að handritið að myndinni skuli hafa verið gert fyrir hrun, finnst mér plús. Þetta á að vera "reyfarkenndur spádómur um glundroða í íslensku samfélagi".

En svo fá framleiðendur, höfundar og leikstjóri myndarinnar, eitt stykki raunverulegt hrun, ofan í miðjar tökur á henni. Hvaða leikstjóri slæi hendinni á móti leikmynd eins og: "Austurvöllur logar í mótmælum"?  .... með þúsundir statista í hlutverkum reiðs múgs og vígbúinna lögregluþjóna í tugatali..... grjótkast og eldar! Fullkomin leikmynd og leikmyndahönnuðir hafa fengið verðlaun fyrir minna Joyful

Einhverjir virðast misskilja myndina og halda að verið sé að prómótera trú í verkinu, en trúnni er einungis ætlað það hlutverk að auka hryllinginn. Crying  og gera atburðarrásina í raun trúverðugri.

Saur og glerbrot! Snilldarhugmynd hjá handritshöfundunum sem sýnir ákveðna geðveiki en samt dálítið krúttlega hefnd á "Útrásarvíkingunum", holdgerfinga skúrkanna í hruninu. (Ekki það að ég mæli með henni Errm)

bodberi


mbl.is Raunveruleikinn elti söguþráðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband