Innistæðutryggingasjóðurinn varð gjaldþrota

Innistæðutryggingasjóður er einkasjóður bankanna. Það var hlutverk fjármálaeftrirlitsins í viðkomandi löndum (einnig Íslandi) að ganga úr skugga um að nægilegt fé væri í sjóðnum. Það var ekki gert.

Þegar heilt bankakerfi í einu landi hrynur eins og gerðist hér, blasir við allt annar veruleiki ení venjulegri kreppu. Við lentum ekki í kreppu, við fengum á okkur brotsjó sem lagði nánast allt í rúst.

"...enginn skýr lagabókstafur virðist vera fyrir greiðsluskyldu ríkja, ef bankar þeirra komast í þrot og geta ekki staðið skil á innstæðum. Greiðsluskyldan hvílir hvarvetna á sérstökum sjóðum, sem bankarnir greiða í og eiga að mynda eins konar samtryggingu bankanna.

Hitt er annað mál, að flest ríki sjá sér hag í því, að bankar komist ekki í þrot, svo að innstæðueigendur verði ekki hræddir og taki unnvörpum fé sitt út úr bönkum með þeim afleiðingum, að bankakerfið hrynji. Þess vegna hafa mörg ríki lýst yfir því, að þau ábyrgist innstæður í bönkum, jafnvel allar innstæður. Þetta er skiljanlegt og hugsanlega eðlilegt, en kemur ekki hinni þröngu lagaskyldu við."

„Ekkert í lögum þessum felur í sér viðurkenningu á því að íslenska ríkinu hafi borið skylda til að ábyrgjast greiðslu lágmarkstryggingar til innstæðueigenda í útibúum Landsbanka Íslands hf. í Bretlandi og Hollandi.“  (Úr pistli HHG)


mbl.is Segir misskilnings gæta hjá Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ég trúi því varlega að Samfylkingin hafi meira vit á þessu

Jón Snæbjörnsson, 11.1.2010 kl. 10:23

2 Smámynd: Axel Pétur Axelsson

Ég trúi því varlega að Samspillingin hafi vit yfir höfuð. Allt sem Samspillingin hefur gert er arfavitlaust frá upphafi til enda.

Axel Pétur Axelsson, 11.1.2010 kl. 10:54

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að berjast ekki getum við treist leingur á ríkisstjórn vora

Sigurður Haraldsson, 12.1.2010 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband