Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál

Versta hugmynd ársins 2010

Þessari bókabrennuhugmynd verður sennilega minnst sem einni verstu hugmynd ársins 2010, þó enn sé tæpur þriðjungur eftir af árinu..

En þó er einn vinkill á málinu sem vert er að hafa í huga. Hann er sá að með aðvörunarorðum þjóðarleiðtoga víða um heim og sennilega hótun frá varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, þá hætti presturinn við brennuna.

Þó þetta sé argasti dónaskapur í prestinum frá Flórída, þá myndum "við", almenningur á vesturlöndum,  aldrei svara slíkum dónaskap frá klerkum annarra trúarbragða, með morðum og limlestingum á óbreyttum borgurum og afhöfðunum í beinni útsendingu á netinu.

Það hljóta allir að sjá að þessi geðveikislega heift í öfgasinnuðum múslimum, stjórnar restinni af veröldinni með hótun um ofbeldi og viðbrögð okkar stjórnast af ótta.

Ef einhver er sigurvegari í þessu hræðilega ástandi, þá eru það múslimar.


mbl.is Hættur við Kóranabrennu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæriskenning

Ég talaði við pólska konu í gær, sem búsett er hér eystra og hún sagði að margir Pólverjar haldi því fram að flugvélinni hafi verið grandað. Að um einhverskonar hryðjuverk sé að ræða, því um borð í vélinni var rjóminn af pólskum ráðamönnum.

Það er reyndar með ólíkindum að svo margir háttsettir menn séu saman komnir í einni og sömu vélinni. Mér skilst að slíkt sé ekki venja hjá nokkru ríki, ekki einu sinni á Íslandi. Reglur kveða á um hér að ef mikið stendur til, hvort sem það er innanlands eða utan, þá er ráðamönnum dreift á fleiri flugvélar af öryggisástæðum.

Ps. Athyglisverð samsæriskenning HÉR


mbl.is Flugmenn hunsuðu fyrirmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki sama hver "Lordinn" er

Einhvern tíma hefur svona lagað verið túlkað sem hernaðarbrölt, því hernaðarbrölt er þetta og ekkert annað. Í þetta sinn erum við málaliðar hjá ESB. Við vorum lítið annað en flugvöllur í N-Atlantshafi, þegar við vorum í hermanginu við Kanann í Keflavík.

ESB þykir "fínna" hjá sumum vinstrimönnum.... fínna en NATO

ESB vs NATO

Við ættu kannski að halla okkur frekar að Evrópu? Errm


mbl.is Ægir í verkefni við Senegal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæknivæddasta og öflugasta leyniþjónusta í heimi

Sagt er að njósnahnettir bandarísku leyniþjónustunnar geti lesið fyrirsagnir í dagblaði á götu úti, utan úr geimnum. Samt hefur Kaninn ekki hugmynd um hvar Osama Bin Laden er og hefur ekki einu sinni komist nálægt honum síðan árið 2001.

CIA, og reyndar fleiri leyniþjónustur, voru með það á hreinu að Írakar byggju yfir gereyðingarvopnum. Það reyndist tóm vitleysa. Reyndar eru til sannanir fyrir því að þeir höfðu keypt ýmislegt sem flokka má sem gereyðingarvopn, og þá aðallega af Bandaríkjamönnum. Ekki gátu Írakar gert grein fyrir hvað orðið hefði um þau vopn með sannfærandi hætti.... en samt Errm

Sumir halda því fram að þetta sé allt saman einn stór blekkingarleikur af hálfu bandarískra/alþjóðlegra kapitalista og að þeir hafi bæði stjórnmálamenn (ekki bara bandaríska) og CIA í vasanum.

Ég hef aldrei verið gefinn fyrir samsæriskenningar... en hvað veit maður svo sem FootinMouth

cia


mbl.is ,,Vitið að þetta er kjaftæði!"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hafa gert alvarlegri "mistök"

George-Bush-FunnyUpplýsingar bandarísku leyniþjónustunnar um vopnaeign Íraka, reyndust ekki á rökum reistar. Þær upplýsingar voru opinberlega grundvöllurinn að innrásinni í Írak, undir forystu Bandaríkjamanna.

Gríðarlegu fjármagni er kostað til leyniþjónustu og njósnastarfsemi ýmiskonar í landi tækifæranna. Sagt er að hægt sé að lesa dagblað utan úr geimnum frá njósnahnetti. Samt hafa þeir ekki komist nálægt Bin Laden, nema e.t.v. einu sinni skömmu eftir árásirnar 11. sept. 2001.

Það trúa því sennilega fáir að bandarísku leyniþjónustunni hafi í raun orðið á svona herfileg mistök, sem upplýsingarnar um vopnaeign Íraka, ber vitni um. Kaninn ætlaði sér þarna inn og þeir völdu þessa leið.


mbl.is Treystir leyniþjónustunni þrátt fyrir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Væntingar stranda á veruleikanum

Þær eru ágætar lokaspurningarnar í fréttinni um dvínandi vinsældir Obama.

"En hefði heimurinn frekar látið að stjórn hefðu John McCain eða Hillary Clinton verið forsetar? Eða hafa væntingarnar enn einu sinni strandað á veruleikanum?"

obama-president-available


mbl.is Þverrandi vinsældir Bandaríkjaforseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjárans Nóbelsverðlaunin

Obama er í vanda, nýbúinn að fá friðarverðlaun Nóbels. Sem æðsti yfirmaður öflugastu vígbúnaðarvélar heimsins, þarf hann að taka ákvarðanir.

obama-wanted-job


mbl.is Óvíst hvort Obama sendi fleiri hermenn til Afganistans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talibönsk einkamálasíða

taliban_singles

 


mbl.is Telur ólíklegt að talibanar komist aftur til valda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

It's a Man's World

Yngsti kanslari Þýskalands og sá eini kvenkyns, er Angela Merkel. James Brown og Luciano Pavarotti syngja hér saman, algjör snilld.


mbl.is Angela Merkel lýsir yfir sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Nucelar" weapons

Bush og samkvæmt þessari mynd, Sarah Palin, áttu í einhverjum erfiðleikum með að bera fram orðið "kjarnorka" á móðurmáli sínu.

palin-nuclear

Fyrir áratugum síðan lásum við um það í blöðum að kjarnorkuvopnaeign jarðarbúa nægði til að sprengja allt í tætlur á jörðinni mörgum sinnum. Vopnakapphlaupið er skelfilegasta fyrirbærið sem mannskepnan stendur frammi fyrir.

Svo eru menn að fara á límingunum vegna hnattrænnar hlýnunar Errm

 


mbl.is Gegn útbreiðslu kjarnavopna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband