Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Hómer Simpson á Eskifirði

Við fjölskyldan förum alltaf jólaskreytingarúnt í einhvern byggðarkjarna Fjarðabyggðar um hver jól. Í ár fórum við á Eskifjörð og sáum margar glæsilegar skreytingar.

001

Sonur minn, 13 ára er mikill aðdáandi The Simpsons og hann á allar DVD seríurnar sem gefnar hafa verið út á Íslandi. Ég vildi endilega taka mynd af honum við átrúnaðargoðið sitt, en þessi uppblásna fígúra er á fjórða meter á hæð. En hann tók það ekki í mál, hann ætlað sko ekki að fara að vaða inn í garð hjá ókunnugu fólki. Joyful


Dúmbó er týndur

Dúmbó, heimiliskötturinn okkar sem er af síamskyni hvarf á meðan við vorum í Króatíu. Litið var eftir honum daglega og hann fékk að fara út reglulega, en svo kom hann ekki aftur Undecided

001

Hér er Dúmbó með Dúfu, silky terríer hvolpinum sem við fengum í apríl. Þeir eru miklir vinir og Dúfa saknar vinar síns greinilega. Ef einhver á Reyðarfirði hefur orðið var við Dúmbó sl. 12 daga, endilega látið okkur vita. Hann var því miður ómerktur og virtist vera með eitthvert óþol við hálsólum. Dúmbó er óvenju stór köttur.


Dýrðin ein

Veðrið hefur verið heldur dapurt hér eystra undanfarið, en veðurspáin fyrir næstu daga er alveg geggjuð. Hitabylgja væntanleg um land allt, helst að Austfjarðaþokan gæta spillt því hér niðri á fjörðum en þá skellir maður sér bara upp í Hallormsstað um helgina. Það var rigning hér framan af degi en svo reif hann af sér og um kvöldmatarleitið var orðið heiðskýrt, logn og 16 stiga hiti.

002

Við hjónin skelltum okkur í göngu í hlíðinni fyrir ofan bæinn eftir grillið. Að sjálfsögðu var Dúfa með okkur, en ég hef aldrei verið eins duglegur að fá mér göngutúra á kvöldin, eftir að við fengum þessa elsku í lok apríl sl. Nóg er af fallegum gönguleiðum í kringum þorpið.

Við tókum Dúmbó, síamsköttinn okkar með, en hann eltir okkur oft þegar við löbbum að heiman en nú keyrðum við upp í hlíðina 2-3 km. en Dúmbó kallinn mjálmaði bara við bílinn og vildi ekki koma með okkur í gönguferðina þarna uppfrá. Við reiknuðum með að hann myndi rata heim og yrði farinn  þegar við kæmum til baka, en hann beið okkar undir bílnum, klukkutíma síðar. Hann hefur aldrei verið hrifinn af því að ferðast í bíl en þegar ég opnaði afturhurðina, þá var hann fljótur að stökkva inn en það hefur hann aldrei gert áður sjálfviljugur.

007

Í einhverju "umhverfisblogginu" sem ég las nýlega var gert að umtalsefni að byggðar hefðu verið blokkir á Reyðarfirði í "Stalínískum stíl", eins og allar  framkvæmdir eystra undanfarin misseri. Sjálfur bý ég og fjölskylda mín í blokkinni sem næst er á myndinni, og fáum ekki neina forræðistilfinningu vegna þess, nema síður sé. Nýja knattspyrnuhöllin er fyrir ofan blokkirnar.

Skógræktarfélag Reyðarfjarðar hefur plantað tugþúsundum trjáa í hlíðarnar fyrir ofan bæinn undanfarin ár og víða eru trén orðin yfir tvær mannhæðir.

011

Ekki veit ég hvernig þessi gamla rakstrarvél (múgavél?... eða er eitthvað annað nafn yfir þetta tæki?... endilega látið vita) komst þarna langt upp í hlíðina en þarna hafa aldrei verið tún.

013

Virkjanaframkvæmdir eru ekki nýjar af nálinni á Austurlandi. Á Reyðarfirði og Seyðisfirði eru einar elstu virkjanir og uppistöðulón landsins, byggðar um og fyrir 1930. Mikið var um dýrðir á Reyðarfirði þegar fyrstu rafljósin komu í bæinn á þeim tíma.

025

Búðaráin kemur úr Svínadal og þessi 20-30 m. hái foss,  fyrir neðan stífluna rétt fyrir ofan bæinn er mikil prýði.

017

026

Svo rennur áin niður í þorpið í fallegu og djúpu gili. Í hvíta húsinu næst er Stríðsárasafnið sem ég bloggaði nýlega um. Rauðu braggarnir eru "Spítalakampurinn".

019

020

Aðrennslisgöngin í stöðvarhús Rafveitu Reyðarfjarðar eru í þessu röri. Aðeins minni en göngin frá Hálslóni við Kárahnjúka.  Krani til að skrúfa fyrir Joyful

009

Við fundum þúfutittlingshreiður í barði við lítinn læk. Litla holan hægra megin, neðan við Dúfu.

010

Fjögur egg voru í hreiðrinu, vel falið í um 10 cm. djúpri holu.

029

Það er athyglisvert að skoða trén í hlíðinni. Sumstaðar er norðanstrengurinn greinilega öflugur á vetrum. Þarna liggur örmjór strengur en nokkrum metrum til hliðar ber ekkert á svona fyrirbærum. Þetta sér maður á stöku stað í fjallshlíðinni.

 

 


Mannlegur hundur

Silki Terrier tíkin okkar hún Dúfa, er nú búin að vera hjá okkur í tæpar 4 vikur. Það gengur illa að fá hana til að pissa úti þegar kalt er í veðri. Henni er afar illa við að kaldir vindar blási um klobbann sinn Blush

x2

Sambúðin við síamsköttinn Dúmbó, sem búinn er að vera á heimilinu í tæp 4 ár, gengur eins og í lygasögu. Það tók þau ekki nema 2 daga að verða ágætir vinir. Þau leika sér mikið saman og kötturinn siðar þá litlu til ef honum finnst hún ganga of langt í ærslunum. Stundum bregður okkur í brún þegar kötturinn verður illilegur á svipinn og heggur í þá stuttu með sínum ógurlegu vígtönnum. Þá verður Dúfa skelkuð og hrökklast undan með ýlfri en það sér ekkert á henni, Dúmbó passar sig á því. Dýrin vita nokk hvernig á að aga ungviðið. Tíkurnar gera þetta líka við hvolpa sína og mun harkalegar reyndar en ég hef séð Dúmbó gera. Oft er nóg fyrir Dúmbó að rymja ólundarlega ef hann vill engin læti, vill t.d. fá matarfrið.

x02

Ég get stundum verið óttalegt sófadýr og mér finnst gott að liggja í sófanum þegar ég horfi á sjónvarpið. Dúfa er mjög félagslynd og þegar hún er í ró þá vill hún kúra hjá manni upp í sófanum, en liggur þá vanalega til fóta.

Um daginn stóð ég upp til að ná mér í eitthvað og litla dýrið svaf til fóta. Þegar ég kom til baka, þá var sú stutta búin að koma sér þægilega fyrir í sömu stellingu og hún sér mig vanalega í. Joyful Ég mátti til með að smella mynd af því. Þegar hún fær að koma upp í rúm einhversstaðar, þá leggur hún stundum höfuðið á koddann alveg eins og við gerum, augljóslega að herma eftir því hvernig við liggjum í rúmunum.


Pulsuhundur

Einhversstaðar heyrði ég að svona langhundar væru stundum kallaðir pulsuhundar en ég held samt að "hot dog" sé ekki komið af því. Hundar sem ráðast á menn og bíta þá að ástæðulausu, á skilyrðislaust að aflífa. Slíkum hundi er aldrei hægt að treysta aftur, ekki einu sinni konunglegum hundi.

hotdog.jpg
Sannkallaður hot dog!
002
Dúmbó og Dúfa eru orðnir perluvinir og hjúfra sig stundum að hvoru öðru. Kötturinn virðist algjörlega vera búinn að taka litlu tíkina í sátt og þau leika sér mikið saman. Hann þarf ekki lengur að kvæsa á hana þegar hann vill hætta, heldur umlar eitthvað og sú stutta virðist skilja hvað það þýðir. Alveg magnað. Dúmbó verður 4ra ára í ágúst, en það er greinilegur kettlingur í honum ennþá LoL Mér var sagt að ef maður gelti ketti snemma, þá yrðu þeir síður feitir og latir og sú er raunin með Dúmbó.
Ég keypti fleti í dag handa Dúfu, en ég reikna með því að kötturinn fái afnot af því líka Joyful

 


mbl.is Langhundur læsti tönnum í lífvörð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sambúðin gengur vel, hingað til

DSC05060

Dúfu finnst óskaplega spennandi að skoða heiminn, enda ekki nema 2ja mánaða gömul, allt er svo nýtt. Dúmbó fylgist með. Kötturinn er tvisvar búinn að láta Dúfu vita hver sé kongurinn á heimilinu, án þess að reyna að skaða hana á nokkurn hátt. Dúfa skildi Dúmbó fullkomlega og virðir hann og þau mörk sem hann setur. Þau eru farin að leika sér saman í eltingaleik. frábært að horfa á það.

DSC05043

Ahhhh.... notalegt að hafa hlýjan feld til þess að liggja á eftir ærslin.


Spáð í hund

West Higland White Terrier
Við fjölskyldan erum búin að láta taka frá fyrir okkur hvolp af Silky Terrier kyni. Mig langar eiginlega frekar í þessa tegund, Hvítur West Higland Terrier.

Jarðarför- Ástvaldur Magnússon

Ég söng 1. og 2. bassa í karlakór við jarðarför í Langholtskirkju í dag. Borin var til grafar á 87. aldursári Ástvaldur Magnússon, Dalamaður og söngmaður mikill. Ég votta aðstandendum hans samúð mína.  Ástvaldur og faðir minn, Gunnar Einarsson voru söngfélagar um margra ára skeið, m.a. í kvartettinum Leikbræðrum sem var vinsæll kvartett um miðja síðustu öld. Þeir sungu einnig saman í Karlakór Reykjavíkur og Breiðfirðingakórnum.

Bróðir minn, Einar Gunnarsson söng 1. tenór í jarðarförinni, en hann er margreyndur söngvari m.a. með Karlakór Reykjavíkur, Óperukórnum og víðar. Þetta var í fyrsta skipti sem við bræður syngjum saman opinberlega. Margir aðrir, og sennilega allir sem sungu þarna voru þaulvanir söngmenn úr álftagerðisbr ýmsum þekktum kórum. Mikill heiður fyrir mig að syngja með svona góðum söngvurum. Álftagerðisbræður spruttu svo út úr kórnum og sungu tvö Leikbræðralög, "Í Víðihlíð" og "Litla skáld". Afskaplega smekklega gert og trúir útsetningum laganna eins og þau voru í meðförum Leikbræðra. Sennilega er útsetning laganna úr höndum Carls Billich.

 Kvartettinn starfaði frá 1945-1954. Sonur Ástvaldar er þjóðkunnur söngvari og útvarpsmaður, Þorgeir Ástvaldsson. Töluvert af fólki úr fjölmiðlaheiminum var viðstatt útförina og húsfyllir var í Langholtskirkju.

Já, ástæðan fyrir því að ég söng bæði 1. og 2. bassa var bara sú að ég þaulkunni línuna í 2. bassa í tveimur af fimm laganna, í "Kallið er komið" og "Hærra minn Guð til þín" og ég fékk bara hálftíma æfingu rétt fyrir útförina. Lærði 1. bassalínu á þremur lögum, ekki svo slæmt á hálftíma Joyful. Svo er afskaplega þægilegt að hafa öruggar og sterkar raddir allt í kringum sig Wink Þá er ekki hægt að klikka á því.

image
Leikbræður:
Gunnar Einarsson 1. tenór, Ástvaldur Magnússon 2. tenór, Torfi Magnósson (bróðir Ástvaldar) 1. bassi og Friðjón Þórðarson 2. bassi. Friðjón, fyrrv. Alþingismaður og ráðherra, samdi nokkra texta við lög Leikbræðra sem náðu vinsældum. Má þar nefna "Fiskimannaljóð frá Caprí", "Nú ertu fjarri", o.fl. Friðjón lifir nú félaga sína alla í kvartettinum Leikbræðrum.

Nýji bíllinn dóttur minnar

Ford_Ka_42

Dóttir mín keypti þennan snotra smábíl 21. feb. sl. hjá Brimborg. Tegundin er Ford Ka og verðið var 1.250 þús, (ódýrasti bíllinn á Íslandi í dag) 20% út og rest á myntkörfuláni. 15 þús. króna mánaðarafborgun er þá væntanlega komin í ca. 18 þús. og henni munar um minna, 17 ára á öðru ári í menntaskóla. untitled

Sparneytinn bíll og feikilega skemmtilegur í akstri, stöðugur með breitt bill milli hjóla. I-Pod tengi fylgir útvarpinu (enginn geislaspilari) sem er mjög sniðugt, ekkert geisladiskavesen. I-podinu stungið í slíður við hliðina á útvarpinu og öll uppáhalds músíkin í einu pínulitlu tæki.


mbl.is Bílar hafa hækkað um 10-15% frá áramótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband