Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Friðrik Skúlason

tr0008Friðrik Skúlason   er einn þekktasti tölvugúrú landsins og fyrirtæki hans flytur út hugbúnað til margra landa. Sumir segja Friðrik vera snilling en hann hefur lifað og hrærst í tölvuheiminum frá barnæsku.

Vinnufélagar hans vildu eitt sinn kynna fyrir honum skotfimi sem þeir stunduð af kappi, en Friðrik hafði aldrei komið nálægt slíku. Á skotsvæðinu fara þeir yfir reglurnar með Friðriki og láta hann svo hafa 222 cal. riffil og skotfæri. Skotskífan var í 100 m. fjarlægð og Friðrik kemur sér fyrir og byrjar að skjóta á skífuna. Þegar hann hafði skotið 10 skotum, hleypur einn félaga hans að skotmarkinu og kallar til baka að hann hafi ekki hitt einu einasta skoti.

Friðrik horfði á riffilinn og svo leit hann ráðvilltur í átt að skotskífunni, svo aftur á riffilinn... og aftur á skotskífuna. Svo teygir hann vinstrihendina fram eftir hlaupinu, setur vísifingur fyrir hlaupendan og hleypir af og skýtur af sér fremsta hluta fingursins.

Félagi Friðriks sem enn stóð við skotskífuna tekur til fótanna viti sínu fjær af hræðslu en Friðrik kallar þá til hans: "Það er allt í lagi á mínum enda, vandræðin hljóta að vera þín megin!" 

ist2_71416-computer-keyboard-funny

“A computer lets you make more mistakes faster than any invention in human history – with the possible exceptions of handguns and tequila.”


mbl.is Svíþjóð hvarf af vefnum
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Kapphlaupið mikla

Það hafa verið mörg kapphlaupin í gegnum tíðina. Kapphlaup þjóðanna í ímyndarsmíði á sviði vísinda, lista, íþrótta og menningarlegrar og félagslegrar stöðu.

Einhverju sinni urðu bandarískir vísindamenn afar upp með sér þegar þeim tókst að búa til mjórri þráð en nokkru sinni hafði áður tekist að gera. Hann var svo mjór, að rafeindasmásjá af bestu gerð þurfti til að skoða hann.  Þeir sendu þráðinn í umslagi til kollega sinna í Sviss, til þess að leyfa þeim að dást að smíðinni. Ameríkanarnir fengu þráðinn í umslaginu til baka skömmu síðar, án nokkurra athugasemda. Þeir skoðuðu þráðinn gaumgæfilega.... og sáu að lokum, að á þræðinum hafði orðið breyting. Hann var orðinn holur að innan. Hann var orðinn rör.

Ég veit ekkert hvort þessi broslega saga er sönn eða ekki, en Íslendingar virðast hafa tilhneigingu til að vera "Evrópusinnaðir", frekar en "Amerikan-seraðir". Það er þó ekki annað hægt en að dást að mörgu bandarísku hugviti og varla gerir það mann "Amerikan-seraðan".

bomberman


mbl.is Hverjir verða fyrstir til að finna „guðseindina“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafrænar óværur

Til er fólk sem fær heilmikið út úr því að skemma fyrir öðrum. Slíkt fólk verður ekki flokkað eftir menntun, gáfum, þjóðfélagsstatus eðu öðru, það er einfaldlega svoleiðis innrætt. Þeir sem búa til tölvuóværur eru e.t.v. ekki allir  í þessum skemmdarvargahópi. Sumir halda að ef þeir hanni nógu illvíga óværu, þá verði þeir frægir og fái í kjölfarið tilboð frá Microsoft eða öðrum hugbúnaðarrisa. Eða góða stöðu hjá Pentagon eða öðrum opinberum stofnunum sem sýsla mikið með dulkóðun o.þ.u.l.

99,99999 % af öllum tölvusýklum eru nauðaómerkilegir og auðveldir viðfangs, heyrði ég eitt sinn Friðrik Skúlason segja í sjónvarpsviðtali, en svo koma hinar óþægilegu undantekningar sem valda verulegum usla í tölvuheiminum. Lykillinn að hættulausri netnotkun liggur auðvitað í að hafa góða vírusvörn sem uppfærist með reglulegu millibili. PC-tölvur eru vinsælastu fórnarlömb vírushönnuða, einfaldlega vegna þess að þær eru langvinsælastar í heiminum. Makkinn (o.fl stýrikerfi) eru því öruggari að þessu leiti, þó hann sé ekki laus við þennan fjanda.

Samsæriskenningin segir að að vírusvarnafyrirtæki smíði sjálf vírusa og dæli á netið til þess að fólk gleymi síður mikilvægi þess að kaupa sér vírusvörn. Ég veit auðvitað ekkert um það en mér finnst það samt ágætis kenning.

datamancerlaptop-open

Í þá gömlu góðu daga.. þegar tölvur voru fótstignar og/eða upptrekktar.


mbl.is Tölvuormur æðir áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einfaldleikinn er bestur

Ég hef átt nokkra gemsa í gegnum tíðina og mín reynsla er að einföldustu og ódýrustu símarnir eru bestir. Sá sem ég á í dag keypti ég fyrir um 5 árum síðan, ódýrasta gerð af Nokia og hann klikkar aldrei. Meira að segja rafhlaðan er eins og ný. Ég hef margsinnis misst síman í gólfið og stundum hefur hann opnast og rafhlaðan og kortið hrokkið úr honum. En allt kemur fyrir ekki neitt... eins og maðurinn sagði.

cellbooth_nick_rodrigues


mbl.is Flóknir gemsar pirra notendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Microsoft Word fyrir ljóskur

word
mbl.is Microsoft bregst við hruni í hópferðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Garmin - hugmynd fyrir forritara

garmin

Ég fékk mér Garmin- staðsetningartæki um síðustu jól. Alveg magnað tæki og það hefur oft komið mér vel að hafa það. En ég hef stundum velt fyrir mér hvort ekki sé hægt að nýta þessa tækni betur m.t.t. ferðamanna, bæði innlendra og erlendra,  sem vilja fræðast betur um landið okkar. Kostnaður við slíka forritun er eflaust töluverður en ýmsir aðilar gætu fjármagnað og fjárfest í verkefninu, t.d. aðilar úr ferðaþjónustunni og jafnvel sveitarfélög sem vilja koma byggðarlagi sínu "á kortið".

Ég teiknaði myndina að ofan í paint-forritinu, skýrir hún sig ekki alveg sjálf?


Alvarleg bilun

Það er náttúrulega bilun að spila þetta bænagaul á almannafæri, en svo sem í lagi ef einhver hefur gaman að þessu og þetta raskar ekki svefnfriði fólks.

computersAndFlight

Þarna er reyndar ekki um bilun að ræða. Gleymdist bara að "registera" Crying


mbl.is Bilun í hugbúnaði kveikti á bænakalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjir dreifa óværunni?

Ég hef lúmskan grun um að einhverjir þeirra sem hafa lifibrauð sitt af því að hanna vírusvarnir í tölvuhugbúnað, sendi út eina og eina skæða óværu sjálfir en eru mjög fljótt tilbúnir með varnir gagnvart þeim. Eins þessi njósnaforrit öll. Þau hægja á tölvum og jafnvel stöðva þær að lokum, líkt og ankeri fyrir skip. Tölvuframleiðendur hika ekki við að setja eitthvað inn á netið sem eykur söluna á tölvum hjá þeim.

anti-virus

Hvernig er maður algjörlega varinn?


mbl.is Yfir milljón tölvuóværur í umferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tungutorg

Aðgangur að íslensku þýðingarforriti, Tungutorg er nú  ókeypis á netinu. Um er að ræða þýðingar úr ensku og dönsku yfir í íslensku og öfugt. Mjög sniðugt, sérstaklega fyrir þá sem eru lítt talandi á þessar tungur.

Nokkrar svipaðar erlendar síður hef ég rekist á, t.d. HÉR en þá þarf að hlaða niður forritinu.

Hér kemur þýðing úr forritinu á textanum í þessari blogfærslu:

An access to an Icelandic þýðingarforrit, Tungutorg is now free on the network.
Of is to discuss translations from English and Danish over in Icelandic and reverse.
Very ingenious, specific for who are little eloquent on these tongues.
Any similar foreign pages have I collide, on.
Here but then needs to load down the program
.

En adgangstilladelse at en islandsk þýðingarforrit, et tungetorv er nu gratis på nettet.
Om er at drøftes oversættelser fra engelsk og danskur over i islandske og öfugur.
Meget sniðugur, sérstaklegur for den som er lítt talandi på disse tungee.
Nogen svipaður erlendur sider har jeg kollidere med, t.d.
Her men da behøver at lades ned programmet.

shr1136l

"Þið getið látið ykkar í ykkur þýðir reiknivél nú.
I'm talar við ykkur í ensku"

Tounge


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband